Sorpa og Reykjavíkurborg undirrita makaskiptasamning Bjarki Sigurðsson skrifar 10. maí 2022 17:47 Frá vinstri: Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá SORPU bs., Dagur. B. Eggertsson borgarstjóri, Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri SORPU bs. og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og stjórnarformaður SORPU bs. við undirritun samningsins í dag. Reykjavíkurborg Tveir samningar voru undirritaðir í dag, annars vegar um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu við Ártúnshöfða. Hins vegar var undirritaður samningur um makaskiptasamning á lóðum milli Reykjavíkurborgar og SORPU bs. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa og Karl Þráinsson f.h. Lifandi landslags ehf. undirrituðu í dag samning um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu á lóð við Ártúnshöfða. Umhverfisvæna byggingingin er hluti af verkefninu Re-Inventing Cities á vegum C40, en það eru samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni C40 samtakanna og Reykjavíkurborgar um sjálfbæra uppbyggingu á vannýttu borgarsvæði. Tillagan Lifandi landslag varð hlutskörpust en þar að baki standa T.ark, Jakob+Macfarlane arkitektar í París, Landslag, Efla, EOC verkfræðistofa í París og CNRS í París. Samkvæmt tillögunni er Lifandi landslag hringlaga bygging með blandaðri byggð íbúða, stúdentagarða, þjónustu og athafnarýma, í samspili náttúru og borgar. Stærsta timburbygging á Íslandi Samkvæmt tillögunni á að nota lágkolefnabyggingarefni, þ.m.t. timbur, til þess að draga úr kolefnisspori og stuðla að hringrásarhagkerfi þannig að úrgangur verði minni en ella. Lifandi landslag er kolefnislaus bygging sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og skýlir staðbundnu vistkerfi og verður stærsta timburbygging á Íslandi. Græn svæði þekja 75% af lóðinni, þar á meðal græn þök og stór garður í miðjunni. Hringlaga bygging Með uppbyggingunni við Elliðaárvog-Ártúnshöfða er verið að breyta iðnaðarsvæði í nýjan umhverfisvænan þéttbýliskjarna. Byggingin er hringlaga og í miðjunni er garður sem er hannaður sem staðbundið vistkerfi og mun taka mið af náttúrunni í kring. Verkefnið mun skapa nýtt vistkerfi í fallegri náttúru Elliðaárinnar og verður í nálægð við Borgarlínuna Makaskipti á lóð Þá undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. makaskiptasamning um lóðir í Reykjavík. SORPA bs. framselur lóðina að Sævarhöfða 21 til Reykjavíkurborgar en um er að ræða 9000 fermetra leigulóð. Reykjavík framselur til SORPU bs. lóðinni Lambhagavegi 14 í Grafarvogi sem er ríflega 11000 fermetrar að stærð. SORPA bs. hefur hug á að byggja atvinnuhúsnæði undir starfsemi endurvinnslustöðvar á lóðinni. Reykjavík Borgarstjórn Sorpa Umhverfismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa og Karl Þráinsson f.h. Lifandi landslags ehf. undirrituðu í dag samning um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu á lóð við Ártúnshöfða. Umhverfisvæna byggingingin er hluti af verkefninu Re-Inventing Cities á vegum C40, en það eru samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni C40 samtakanna og Reykjavíkurborgar um sjálfbæra uppbyggingu á vannýttu borgarsvæði. Tillagan Lifandi landslag varð hlutskörpust en þar að baki standa T.ark, Jakob+Macfarlane arkitektar í París, Landslag, Efla, EOC verkfræðistofa í París og CNRS í París. Samkvæmt tillögunni er Lifandi landslag hringlaga bygging með blandaðri byggð íbúða, stúdentagarða, þjónustu og athafnarýma, í samspili náttúru og borgar. Stærsta timburbygging á Íslandi Samkvæmt tillögunni á að nota lágkolefnabyggingarefni, þ.m.t. timbur, til þess að draga úr kolefnisspori og stuðla að hringrásarhagkerfi þannig að úrgangur verði minni en ella. Lifandi landslag er kolefnislaus bygging sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og skýlir staðbundnu vistkerfi og verður stærsta timburbygging á Íslandi. Græn svæði þekja 75% af lóðinni, þar á meðal græn þök og stór garður í miðjunni. Hringlaga bygging Með uppbyggingunni við Elliðaárvog-Ártúnshöfða er verið að breyta iðnaðarsvæði í nýjan umhverfisvænan þéttbýliskjarna. Byggingin er hringlaga og í miðjunni er garður sem er hannaður sem staðbundið vistkerfi og mun taka mið af náttúrunni í kring. Verkefnið mun skapa nýtt vistkerfi í fallegri náttúru Elliðaárinnar og verður í nálægð við Borgarlínuna Makaskipti á lóð Þá undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. makaskiptasamning um lóðir í Reykjavík. SORPA bs. framselur lóðina að Sævarhöfða 21 til Reykjavíkurborgar en um er að ræða 9000 fermetra leigulóð. Reykjavík framselur til SORPU bs. lóðinni Lambhagavegi 14 í Grafarvogi sem er ríflega 11000 fermetrar að stærð. SORPA bs. hefur hug á að byggja atvinnuhúsnæði undir starfsemi endurvinnslustöðvar á lóðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Sorpa Umhverfismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira