Íslenska karlalandsliðið spilar við slakasta landslið heims í stað Rússa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 10:34 Bræðurnir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen fagna marki sem þeir bjuggu til saman í leik með íslenska landsliðinu. AP/Brynjar Gunnarsson Knattspyrnusamband Íslands hefur fundið vináttulandsleik fyrir karlalandsliðið sem kemur í stað leiksins á móti Rússum í Þjóðadeildinni. KSÍ staðfestir á heimasíðu sinni í dag að A landslið karla muni leika vináttuleik gegn San Marínó þann 9. júní næstkomandi og fer leikurinn fram á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram 10. júní, en eins og fram hefur komið þá hefur UEFA ákveðið að engir leikir Rússlands í keppninni fari fram. Jafnframt hefur UEFA ákveðið að lið Rússa muni falla í C-deild Þjóðadeildarinnar þannig að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum (Ísland, Ísrael, Albanía) getur fallið. Íslenska liðið leikur því þrjá leiki í Þjóðadeildinni í júní, auk vináttuleiksins við San Marínó. Fyrsti Þjóðadeildarleikurinn er gegn Ísrael ytra 2. júní, annar leikurinn er gegn Albaníu á Laugardalsvelli 6. júní og sá þriðji gegn Ísrael í Laugardalnum 13. júní. Miðasala á heimaleikina tvo mun opna fljótlega. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. Íslenska liðið hefur mætt Albaníu sjö sinnum og Ísrael þrisvar sinnum. San Marínó er eins og er í 211. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því slakasta landslið heims. Næst á undan San Marínó eru landslið Angvilla og Bresku Jómfrúaeyja í Karíbahafi. Íslenska landsliðið er sem stendur í 63. sæti heimslistans. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. https://t.co/Qx6vLei1Rk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 11, 2022 Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
KSÍ staðfestir á heimasíðu sinni í dag að A landslið karla muni leika vináttuleik gegn San Marínó þann 9. júní næstkomandi og fer leikurinn fram á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram 10. júní, en eins og fram hefur komið þá hefur UEFA ákveðið að engir leikir Rússlands í keppninni fari fram. Jafnframt hefur UEFA ákveðið að lið Rússa muni falla í C-deild Þjóðadeildarinnar þannig að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum (Ísland, Ísrael, Albanía) getur fallið. Íslenska liðið leikur því þrjá leiki í Þjóðadeildinni í júní, auk vináttuleiksins við San Marínó. Fyrsti Þjóðadeildarleikurinn er gegn Ísrael ytra 2. júní, annar leikurinn er gegn Albaníu á Laugardalsvelli 6. júní og sá þriðji gegn Ísrael í Laugardalnum 13. júní. Miðasala á heimaleikina tvo mun opna fljótlega. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. Íslenska liðið hefur mætt Albaníu sjö sinnum og Ísrael þrisvar sinnum. San Marínó er eins og er í 211. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því slakasta landslið heims. Næst á undan San Marínó eru landslið Angvilla og Bresku Jómfrúaeyja í Karíbahafi. Íslenska landsliðið er sem stendur í 63. sæti heimslistans. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. https://t.co/Qx6vLei1Rk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 11, 2022
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira