Lífið

Keppandi Svartfjallalands væri til í að koma fram á Iceland Airwaves með Björk

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Vladana í La Venaria Reale höllinni.
Vladana í La Venaria Reale höllinni. EBU / CORINNE CUMMING

Vladana keppandi Svartfjallalands í Eurovision í ár ræddi við Júrógarðinn á opnunarhátíð Eurovision og þar kom í ljós að hún elskar Ísland þrátt fyrir að hafa aldrei komið til landsins.

Í viðtalinu sagðist söngkonan stefna á Íslandsheimsókn í sumar og keyra um landið.

„Þið eigið bestu náttúru í heimi.“

Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að koma fram á Íslandi svaraði hún játandi. Vladana keppir á seinna undankvöldi Eurovision sem fram fer í kvöld og er hún fimmtánda á svið. 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Emma Muscat er spennt fyrir því að heimsækja Ísland

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Fjölskyldurnar mættar út til Tórínó

Íslenski keppnishópurinn fór út að borða í gærkvöldi í Tórínó. Hópurinn í kringum Systur hérna úti hefur stækkað töluvert frá því að þau mættu til Ítalíu. 

Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið

Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.