Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 27-24 | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2022 22:35 Fram mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. vísir/Hulda Margrét Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. Fram tók strax yfirhöndina í leiknum í kvöld og komst í þriggja marka forystu eftir um sjö mínútna leik, 4-1. ÍBV náði að minnka þann mun niður í eitt mark á skömmum tíma, en þá gáfu Framkonur aftur í. Staðan eftir tuttugu mínútur 12-8. Fram komst í fimm marka forystu þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum og fengu tækifæri að breikka það bil enn frekar af vítalínunni. Þá gerðist eitt sem er ekki algeng sjón í handbolta, vítið var dæmt ógilt. Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi og vítaskytta Fram, færði þá stoðfótinn fram yfir vítalínuna sem má ekki og ÍBV dæmdur boltinn. Eyjakonum tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir lokaflaut fyrri hálfleiks. Staðan 15-12. Fram hóf síðari hálfleikinn líkt og þær gerðu þann fyrri, af miklum krafti. Fram var komið með sex marka forystu eftir tæpar tíu mínútur í síðari hálfleik, 20-14. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók leikhlé skömmu seinna. Eftir það leikhlé hresstist heldur betur upp á varnarleikinn hjá Eyjakonum og Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, hrökk í gang. ÍBV byrjaði þar með að nálgast forystu Fram. Þriggja marka munur þegar tíu mínútur voru eftir, 23-20. Fram jók þó þá forystu fljótlega í fimm mörk. ÍBV tók þá aftur leikhlé. Eftir það leikhlé minnkaði liðið muninn aftur niður í þrjú mörk og fengu nokkra séns að komast nær Fram, ef ekki jafna leikinn. Það tókst ekki og Fram því komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna. Lokatölur, eins og fyrr segir, 27-24. Af hverju vann Fram? Gæðin og krafturinn í liði Fram á löngum köflum í leiknum, bæði í vörn og sókn, var hreinlega það sem réði úrslitum. ÍBV náði ekki að nýta sér kaflana sem Fram var ekki með jafn mikla yfirburði, og því fór sem fór. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, var eins og oft áður markahæst heimakvenna. Átta mörk úr jafn mörgum skotum á þeim bænum. Hafdís Renötudóttir, markmaður Fram, var sem fyrr að verja vel. Hafdís varði 14 skot sem gerir rúma 40 prósent markvörslu. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta ÍBV, var markahæsti leikmaður vallarins með 12 mörk. Hún tók þó heil 26 skot í leiknum. Hvað gekk illa? Marija Jovanovic átti langt í frá sinn besta dag á parketinu. Hún endaði svo leik sinn á 40. mínútu þegar hún fékk sína þriðju brottvísun. Hvað gerist næst? Nú er bara að bíða og sjá hvaða lið mætir Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvígi Vals og KA/Þórs er 2-1 Val í vil, og því að minnsta kosti einn leikur eftir í því einvígi. Fyrsti leikur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn verður föstudaginn 20. Maí. Stefán Arnarson: Þetta er mjög leiðinleg spurning „Þessi leikur spilaðist bara eins og ég bjó Stefán Arnarson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét st við. Ég bjóst við hörku leik. Mér fannst við spila þennan leik ágætlega, en fannst alltaf að við ættum smá inni. Svo förum við á gott run hérna fyrstu 15 í seinni hálfleik og þá var þetta orðið þægilegt. Unnum góðan sigur á móti mjög sterku liði og ég er ánægður að við séum að vinn ÍBV 3-0 því þetta er feyki sterkt lið. Með fjóra mjög sterka útlendinga, þrjá landsliðsmenn og fullt af unglingalandsliðs stelpum. Þannig að ég er bara ánægður.“ ÍBV kom með áhlaup undir lok leiks sem Stefán Arnarson, þjálfari Fram, hafði litlar áhyggjur af. „Ég hafði ekki áhyggjur af því persónulega, við vorum að standa vörnina. Vorum þarna fjórum yfir, ég held þær minnkuðu þetta tvisvar í þrjú, en næstu sókn fórum við í fjögur. Sá munur var eiginlega allan leikinn. Mér leið allavega mjög vel.“ Aðspurður hvernig undirbúningur fyrir úrslitaeinvígið mun vera, svaraði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, á þennan veg. „Allavegana mér finnst það gaman að fara í Herjólf, þannig ég fer allavegana um helgina til Vestmannaeyja og leikmenn fá frí. Svo förum við að undirbúa okkur á mánudaginn.“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram, fannst loka spurningin leiðinleg en hún sneri að því hvaða liði hann myndi vilja mæta í úrslitunum, Val eða KA/Þór. „Þetta er mjög leiðinleg spurning. Ef ég svara henni þá fæ ég annan, Andra eða Gústa fúlan. Þannig að ég vona bara að það lið sem vinnur á það skilið og mér hlakkar til að mæta því liði.“ Olís-deild kvenna Fram ÍBV
Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. Fram tók strax yfirhöndina í leiknum í kvöld og komst í þriggja marka forystu eftir um sjö mínútna leik, 4-1. ÍBV náði að minnka þann mun niður í eitt mark á skömmum tíma, en þá gáfu Framkonur aftur í. Staðan eftir tuttugu mínútur 12-8. Fram komst í fimm marka forystu þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum og fengu tækifæri að breikka það bil enn frekar af vítalínunni. Þá gerðist eitt sem er ekki algeng sjón í handbolta, vítið var dæmt ógilt. Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi og vítaskytta Fram, færði þá stoðfótinn fram yfir vítalínuna sem má ekki og ÍBV dæmdur boltinn. Eyjakonum tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir lokaflaut fyrri hálfleiks. Staðan 15-12. Fram hóf síðari hálfleikinn líkt og þær gerðu þann fyrri, af miklum krafti. Fram var komið með sex marka forystu eftir tæpar tíu mínútur í síðari hálfleik, 20-14. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók leikhlé skömmu seinna. Eftir það leikhlé hresstist heldur betur upp á varnarleikinn hjá Eyjakonum og Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, hrökk í gang. ÍBV byrjaði þar með að nálgast forystu Fram. Þriggja marka munur þegar tíu mínútur voru eftir, 23-20. Fram jók þó þá forystu fljótlega í fimm mörk. ÍBV tók þá aftur leikhlé. Eftir það leikhlé minnkaði liðið muninn aftur niður í þrjú mörk og fengu nokkra séns að komast nær Fram, ef ekki jafna leikinn. Það tókst ekki og Fram því komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna. Lokatölur, eins og fyrr segir, 27-24. Af hverju vann Fram? Gæðin og krafturinn í liði Fram á löngum köflum í leiknum, bæði í vörn og sókn, var hreinlega það sem réði úrslitum. ÍBV náði ekki að nýta sér kaflana sem Fram var ekki með jafn mikla yfirburði, og því fór sem fór. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, var eins og oft áður markahæst heimakvenna. Átta mörk úr jafn mörgum skotum á þeim bænum. Hafdís Renötudóttir, markmaður Fram, var sem fyrr að verja vel. Hafdís varði 14 skot sem gerir rúma 40 prósent markvörslu. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta ÍBV, var markahæsti leikmaður vallarins með 12 mörk. Hún tók þó heil 26 skot í leiknum. Hvað gekk illa? Marija Jovanovic átti langt í frá sinn besta dag á parketinu. Hún endaði svo leik sinn á 40. mínútu þegar hún fékk sína þriðju brottvísun. Hvað gerist næst? Nú er bara að bíða og sjá hvaða lið mætir Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvígi Vals og KA/Þórs er 2-1 Val í vil, og því að minnsta kosti einn leikur eftir í því einvígi. Fyrsti leikur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn verður föstudaginn 20. Maí. Stefán Arnarson: Þetta er mjög leiðinleg spurning „Þessi leikur spilaðist bara eins og ég bjó Stefán Arnarson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét st við. Ég bjóst við hörku leik. Mér fannst við spila þennan leik ágætlega, en fannst alltaf að við ættum smá inni. Svo förum við á gott run hérna fyrstu 15 í seinni hálfleik og þá var þetta orðið þægilegt. Unnum góðan sigur á móti mjög sterku liði og ég er ánægður að við séum að vinn ÍBV 3-0 því þetta er feyki sterkt lið. Með fjóra mjög sterka útlendinga, þrjá landsliðsmenn og fullt af unglingalandsliðs stelpum. Þannig að ég er bara ánægður.“ ÍBV kom með áhlaup undir lok leiks sem Stefán Arnarson, þjálfari Fram, hafði litlar áhyggjur af. „Ég hafði ekki áhyggjur af því persónulega, við vorum að standa vörnina. Vorum þarna fjórum yfir, ég held þær minnkuðu þetta tvisvar í þrjú, en næstu sókn fórum við í fjögur. Sá munur var eiginlega allan leikinn. Mér leið allavega mjög vel.“ Aðspurður hvernig undirbúningur fyrir úrslitaeinvígið mun vera, svaraði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, á þennan veg. „Allavegana mér finnst það gaman að fara í Herjólf, þannig ég fer allavegana um helgina til Vestmannaeyja og leikmenn fá frí. Svo förum við að undirbúa okkur á mánudaginn.“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram, fannst loka spurningin leiðinleg en hún sneri að því hvaða liði hann myndi vilja mæta í úrslitunum, Val eða KA/Þór. „Þetta er mjög leiðinleg spurning. Ef ég svara henni þá fæ ég annan, Andra eða Gústa fúlan. Þannig að ég vona bara að það lið sem vinnur á það skilið og mér hlakkar til að mæta því liði.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti