Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir settist með blaðamanni Vísis á hótelinu sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi á í Prag fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. vísir/bjarni Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. Þann 11. júní 2018 skoraði Glódís bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í undankeppni HM. Daginn eftir útskrifaðist hún svo með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Glo di s Perla Viggo sdo ttir (@glodisperla) Glódís segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að mennta sig meðfram fótboltanum. „Það var það. Ég ætlaði alltaf að fara í nám og mamma og pabbi sögðu að ég ætti að mennta mig samhliða. Ég hlustaði á þau, fór strax í skóla þegar ég fór út. Ég kláraði BA-námið á þremur árum,“ sagði Glódís sem gekk í raðir Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lét sálfræðigráðuna ekki duga. „Ég fór í einkaþjálfaranám þegar ég var búin að því, eiginlega bara því mér leiddist. Ég var búin að vera í skóla síðan ég fór út. Þetta var hálft ár sem ég gerði ekkert samhliða og mér leiddist. En ég er útskrifaður einkaþjálfari.“ Náum ekki að safna nógu miklu Glódís vildi vera með vaðið fyrir neðan sig og byrjaði strax að huga að framtíðinni. „Mér fannst alltaf mjög mikilvægt að vera með eitthvað klárt því maður veit ekkert hvað gerist. Það getur alltaf eitthvað komið upp á, meiðsli eða hvað sem er, og mig langaði að vera tilbúin, að þegar ég hætti í fótbolta þyrfti ég ekki þá að fara í skóla og undirbúa næsta skref,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís um menntun og framtíðina „Svo er það því miður ekki þannig að við náum að safna okkur nógu miklum pening meðan við erum að spila til að það dugi þegar maður hættir. En það er aðeins meira núna en þegar ég flutti út fyrir átta árum. Það hefur orðið töluverð þróun í því og það lítur betur út núna. En þá var þetta klárlega ekki eitthvað sem maður var að fara lifa á lengi.“ Glódís er ekki hætt og stefnir á að ná sér í meistaragráðu. Í hverju liggur þó ekki enn fyrir. „Ég er alltaf að skoða og reyna að finna mér eitthvað en hef ekki fundið draumanámið ennþá,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Þann 11. júní 2018 skoraði Glódís bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í undankeppni HM. Daginn eftir útskrifaðist hún svo með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Glo di s Perla Viggo sdo ttir (@glodisperla) Glódís segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að mennta sig meðfram fótboltanum. „Það var það. Ég ætlaði alltaf að fara í nám og mamma og pabbi sögðu að ég ætti að mennta mig samhliða. Ég hlustaði á þau, fór strax í skóla þegar ég fór út. Ég kláraði BA-námið á þremur árum,“ sagði Glódís sem gekk í raðir Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lét sálfræðigráðuna ekki duga. „Ég fór í einkaþjálfaranám þegar ég var búin að því, eiginlega bara því mér leiddist. Ég var búin að vera í skóla síðan ég fór út. Þetta var hálft ár sem ég gerði ekkert samhliða og mér leiddist. En ég er útskrifaður einkaþjálfari.“ Náum ekki að safna nógu miklu Glódís vildi vera með vaðið fyrir neðan sig og byrjaði strax að huga að framtíðinni. „Mér fannst alltaf mjög mikilvægt að vera með eitthvað klárt því maður veit ekkert hvað gerist. Það getur alltaf eitthvað komið upp á, meiðsli eða hvað sem er, og mig langaði að vera tilbúin, að þegar ég hætti í fótbolta þyrfti ég ekki þá að fara í skóla og undirbúa næsta skref,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís um menntun og framtíðina „Svo er það því miður ekki þannig að við náum að safna okkur nógu miklum pening meðan við erum að spila til að það dugi þegar maður hættir. En það er aðeins meira núna en þegar ég flutti út fyrir átta árum. Það hefur orðið töluverð þróun í því og það lítur betur út núna. En þá var þetta klárlega ekki eitthvað sem maður var að fara lifa á lengi.“ Glódís er ekki hætt og stefnir á að ná sér í meistaragráðu. Í hverju liggur þó ekki enn fyrir. „Ég er alltaf að skoða og reyna að finna mér eitthvað en hef ekki fundið draumanámið ennþá,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01