Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir settist með blaðamanni Vísis á hótelinu sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi á í Prag fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. vísir/bjarni Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. Þann 11. júní 2018 skoraði Glódís bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í undankeppni HM. Daginn eftir útskrifaðist hún svo með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Glo di s Perla Viggo sdo ttir (@glodisperla) Glódís segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að mennta sig meðfram fótboltanum. „Það var það. Ég ætlaði alltaf að fara í nám og mamma og pabbi sögðu að ég ætti að mennta mig samhliða. Ég hlustaði á þau, fór strax í skóla þegar ég fór út. Ég kláraði BA-námið á þremur árum,“ sagði Glódís sem gekk í raðir Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lét sálfræðigráðuna ekki duga. „Ég fór í einkaþjálfaranám þegar ég var búin að því, eiginlega bara því mér leiddist. Ég var búin að vera í skóla síðan ég fór út. Þetta var hálft ár sem ég gerði ekkert samhliða og mér leiddist. En ég er útskrifaður einkaþjálfari.“ Náum ekki að safna nógu miklu Glódís vildi vera með vaðið fyrir neðan sig og byrjaði strax að huga að framtíðinni. „Mér fannst alltaf mjög mikilvægt að vera með eitthvað klárt því maður veit ekkert hvað gerist. Það getur alltaf eitthvað komið upp á, meiðsli eða hvað sem er, og mig langaði að vera tilbúin, að þegar ég hætti í fótbolta þyrfti ég ekki þá að fara í skóla og undirbúa næsta skref,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís um menntun og framtíðina „Svo er það því miður ekki þannig að við náum að safna okkur nógu miklum pening meðan við erum að spila til að það dugi þegar maður hættir. En það er aðeins meira núna en þegar ég flutti út fyrir átta árum. Það hefur orðið töluverð þróun í því og það lítur betur út núna. En þá var þetta klárlega ekki eitthvað sem maður var að fara lifa á lengi.“ Glódís er ekki hætt og stefnir á að ná sér í meistaragráðu. Í hverju liggur þó ekki enn fyrir. „Ég er alltaf að skoða og reyna að finna mér eitthvað en hef ekki fundið draumanámið ennþá,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Þann 11. júní 2018 skoraði Glódís bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í undankeppni HM. Daginn eftir útskrifaðist hún svo með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Glo di s Perla Viggo sdo ttir (@glodisperla) Glódís segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að mennta sig meðfram fótboltanum. „Það var það. Ég ætlaði alltaf að fara í nám og mamma og pabbi sögðu að ég ætti að mennta mig samhliða. Ég hlustaði á þau, fór strax í skóla þegar ég fór út. Ég kláraði BA-námið á þremur árum,“ sagði Glódís sem gekk í raðir Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lét sálfræðigráðuna ekki duga. „Ég fór í einkaþjálfaranám þegar ég var búin að því, eiginlega bara því mér leiddist. Ég var búin að vera í skóla síðan ég fór út. Þetta var hálft ár sem ég gerði ekkert samhliða og mér leiddist. En ég er útskrifaður einkaþjálfari.“ Náum ekki að safna nógu miklu Glódís vildi vera með vaðið fyrir neðan sig og byrjaði strax að huga að framtíðinni. „Mér fannst alltaf mjög mikilvægt að vera með eitthvað klárt því maður veit ekkert hvað gerist. Það getur alltaf eitthvað komið upp á, meiðsli eða hvað sem er, og mig langaði að vera tilbúin, að þegar ég hætti í fótbolta þyrfti ég ekki þá að fara í skóla og undirbúa næsta skref,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís um menntun og framtíðina „Svo er það því miður ekki þannig að við náum að safna okkur nógu miklum pening meðan við erum að spila til að það dugi þegar maður hættir. En það er aðeins meira núna en þegar ég flutti út fyrir átta árum. Það hefur orðið töluverð þróun í því og það lítur betur út núna. En þá var þetta klárlega ekki eitthvað sem maður var að fara lifa á lengi.“ Glódís er ekki hætt og stefnir á að ná sér í meistaragráðu. Í hverju liggur þó ekki enn fyrir. „Ég er alltaf að skoða og reyna að finna mér eitthvað en hef ekki fundið draumanámið ennþá,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01