Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komu inn í landsliðið á sama tíma. vísir/vilhelm Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. Jafnöldrurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir (fæddar 2001) komu báðar inn í landsliðið haustið 2019 og stimpluðu sig strax inn. Þær eru núna lykilmenn í íslenska liðinu sem er á leið á sitt fjórða Evrópumót í sumar. Þær Karólína og Sveindís bera eldri og reyndari leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá hvað þær eru frábærar. Þær eru frábærir karakterar og magnaðar íþróttamanneskjur,“ sagði Karólína. „Yngri kynslóðin er kannski með tæknilegu hliðina fram yfir eldri kynslóðina en það er magnað að horfa á þær og ekkert smá skemmtilegt að spila með þeim núna.“ Klippa: Karólína um fyrirmyndirnar Sveindís tekur í sama streng og Karólína og talar afar vel um eldri kynslóðina í íslenska liðinu. „Það er geðveikt. Þær eru líka frábærar persónur. Ég hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta og kynnast þeim,“ sagði Sveindís. „Þær eru geðveikt skemmtilegar og hafa tekið vel á móti mér. Líka að æfa með þeim, það er ótrúlega hátt tempó á æfingum og maður vill ekki gera nein mistök. Þegar þú ert með góða leikmenn í kringum þig gengur alltaf miklu betur og maður lítur betur út.“ Klippa: Sveindís um fyrirmyndirnar Sveindís og Karólína léku saman með Breiðabliki sumarið 2020 og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Eftir tímabilið sömdu þær báðar við þýsk félög; Sveindís við Wolfsburg og Karólína við Bayern München. Þessi lið börðumst um þýska meistaratitilinn sem Sveindís og stöllur hennar unnu á endanum. Bayern varð hins vegar meistari á síðasta tímabili. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Jafnöldrurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir (fæddar 2001) komu báðar inn í landsliðið haustið 2019 og stimpluðu sig strax inn. Þær eru núna lykilmenn í íslenska liðinu sem er á leið á sitt fjórða Evrópumót í sumar. Þær Karólína og Sveindís bera eldri og reyndari leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá hvað þær eru frábærar. Þær eru frábærir karakterar og magnaðar íþróttamanneskjur,“ sagði Karólína. „Yngri kynslóðin er kannski með tæknilegu hliðina fram yfir eldri kynslóðina en það er magnað að horfa á þær og ekkert smá skemmtilegt að spila með þeim núna.“ Klippa: Karólína um fyrirmyndirnar Sveindís tekur í sama streng og Karólína og talar afar vel um eldri kynslóðina í íslenska liðinu. „Það er geðveikt. Þær eru líka frábærar persónur. Ég hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta og kynnast þeim,“ sagði Sveindís. „Þær eru geðveikt skemmtilegar og hafa tekið vel á móti mér. Líka að æfa með þeim, það er ótrúlega hátt tempó á æfingum og maður vill ekki gera nein mistök. Þegar þú ert með góða leikmenn í kringum þig gengur alltaf miklu betur og maður lítur betur út.“ Klippa: Sveindís um fyrirmyndirnar Sveindís og Karólína léku saman með Breiðabliki sumarið 2020 og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Eftir tímabilið sömdu þær báðar við þýsk félög; Sveindís við Wolfsburg og Karólína við Bayern München. Þessi lið börðumst um þýska meistaratitilinn sem Sveindís og stöllur hennar unnu á endanum. Bayern varð hins vegar meistari á síðasta tímabili.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00
Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31