1,5 milljóna sekt fyrir að misnota gögn frá Læknafélaginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2022 14:21 Guðjón Sigurbjartsson hefur verið framkvæmdastjóri HEI - Medical Travel frá árinu 2018. Hann hefur setið í stjórn Pírata, gegnt formennsku í félagi flokksins í Reykjavík og situr í 31. sæti listans í borginni þar sem dóttir hans Dóra Björt er oddviti. Persónuvernd hefur sektað HEI - Medical Travel um 1,5 milljón króna. Starfsmaður fyrirtækisins aflaði netfanga fjölda lækna með því að skrá sig inn á vef Læknafélags Íslands með aðgangi læknis sem tengdur var starfsmanninum. HEI - Medical Travel aðstoðar Íslendinga við að komast í fegrunar-, megrunar- og tannlæknaaðgerðir utan landsteinanna. „Markmið okkar er að auðvelda fólki að sækja sér heilbrigðisþjónustu erlendis, tímanlega og með hagkvæmum hætti,“ segir á vef fyrirtækisins sem er til húsa á Rafstöðvarvegi í Reykjavík. Í samantekt Persónuverndar um málið kemur fram að læknir nokkur hafi árið 2020 kvartað til Persónuverndar yfir öflun, skráningu, varðveislu og notkun netfangs kvartanda hjá HEI – Medical Travel (HEI). Læknirinn hafi fengið sendan markpóst í tölvupósti frá fyrirtækinu. Læknirinn sendi formlega beiðni til HEI um afrit af þeim gögnum sem fyrirtækið hefði um hann og upplýsingar um þau gögn. Ekki var orðið við þeirri beiðni svo læknirinn kvartaði yfir þeim viðbrögðum til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að HEI hefði ekki haft heimild til að afla sér netfangsins, skrá það, varðveita eða nota. Þá var jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að aðgangsbeiðni kvartanda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við lög, en persónuupplýsingum hans var eytt eftir að aðgangsbeiðnin var lögð fram. Persónuvernd lagði 1,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á HEI - Medical Travel. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars horft til þess að þrátt fyrir að HEI hefði talið sér heimilt að nýta listann þá lægi ekkert fyrir í málinu sem sýndi fram á að fyrirtækið hefði gert athugasemdir við eða gengið úr skugga um að heimild stæði til öflunar netfanganna. Var brotið í öllu falli talið vera framið af stórfelldu gáleysi. Þá var einnig litið til þess að HEI eyddi persónuupplýsingum kvartanda eftir að aðgangsbeiðni barst og var réttur kvartanda til aðgangs að persónuupplýsingum sínum hjá fyrirtækinu því ekki virtur. Var því lagt til grundvallar að síðarnefnda brotið hefði verið framið af ásetningi. Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins. Niðurstöðu Persónuverndar má lesa hér. Píratar Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
HEI - Medical Travel aðstoðar Íslendinga við að komast í fegrunar-, megrunar- og tannlæknaaðgerðir utan landsteinanna. „Markmið okkar er að auðvelda fólki að sækja sér heilbrigðisþjónustu erlendis, tímanlega og með hagkvæmum hætti,“ segir á vef fyrirtækisins sem er til húsa á Rafstöðvarvegi í Reykjavík. Í samantekt Persónuverndar um málið kemur fram að læknir nokkur hafi árið 2020 kvartað til Persónuverndar yfir öflun, skráningu, varðveislu og notkun netfangs kvartanda hjá HEI – Medical Travel (HEI). Læknirinn hafi fengið sendan markpóst í tölvupósti frá fyrirtækinu. Læknirinn sendi formlega beiðni til HEI um afrit af þeim gögnum sem fyrirtækið hefði um hann og upplýsingar um þau gögn. Ekki var orðið við þeirri beiðni svo læknirinn kvartaði yfir þeim viðbrögðum til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að HEI hefði ekki haft heimild til að afla sér netfangsins, skrá það, varðveita eða nota. Þá var jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að aðgangsbeiðni kvartanda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við lög, en persónuupplýsingum hans var eytt eftir að aðgangsbeiðnin var lögð fram. Persónuvernd lagði 1,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á HEI - Medical Travel. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars horft til þess að þrátt fyrir að HEI hefði talið sér heimilt að nýta listann þá lægi ekkert fyrir í málinu sem sýndi fram á að fyrirtækið hefði gert athugasemdir við eða gengið úr skugga um að heimild stæði til öflunar netfanganna. Var brotið í öllu falli talið vera framið af stórfelldu gáleysi. Þá var einnig litið til þess að HEI eyddi persónuupplýsingum kvartanda eftir að aðgangsbeiðni barst og var réttur kvartanda til aðgangs að persónuupplýsingum sínum hjá fyrirtækinu því ekki virtur. Var því lagt til grundvallar að síðarnefnda brotið hefði verið framið af ásetningi. Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins. Niðurstöðu Persónuverndar má lesa hér.
Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins.
Píratar Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent