Besta upphitunin: Fyrirliði Vals hrósaði umgjörðinni hjá Aftureldingu í hástert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2022 16:00 Kristín Þóra Birgisdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru gestir Bestu upphitunarinnar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir fékk fyrirliða Vals og Aftureldingar í heimsókn til að hita upp fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna sem fer af stað á morgun. Bæði Valur og Afturelding eiga mikilvæga leiki annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim á meðan Afturelding sækir Keflavík heim. Elísa Viðarsdóttir kom Val á bragðið í 3-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Valskonur sneru þar vörn í sókn eftir tapið fyrir Þór/KA, 2-1, í 2. umferðinni. Valur er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. „Deildin hefur farið skemmtilega af stað og óvænt úrslit í bland við viðbúin úrslit. Það er skemmtilegt að fá Selfoss á toppnum eftir þrjár umferðir,“ sagði Elísa sem hefur þó engan áhuga á að sjá Selfyssinga á toppnum mikið lengur. Kristín Þóra Birgisdóttir og stöllur hennar í Aftureldingu eru aftur á móti án stiga í 9. sæti deildarinnar. Undirbúningstímabilið byrjaði vel hjá Mosfellingum en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning nýliðanna. Til að bregðast við því fékk Afturelding þrjá leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans; miðjumanninn Alexöndru Soree frá Breiðabliki og framherjann Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen og markvörðinn Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving frá Val. Klippa: Besta upphitunin fyrir 4. umferð „Þetta var ekki draumabyrjunin hjá okkur. Við fengum á okkur mörk bara á fyrstu mínútunum og það er högg fyrir liðið. Við erum nýjar í þessari deild og kannski ekki alveg vanar þessu. En mér finnst við vera að koma til og finna hvernig stemmningin er,“ sagði Kristín. Hún segir stemmninguna í Mosfellsbæ góða og áhugann fyrir liðinu mikinn. „Það hafa rosa margir komið á leikina og stemmning fyrir að byrja mótið hjá okkur. Fólk er hvatt til að mæta á leiki og sett vinna í það, að við fáum smá athygli,“ sagði Kristín. Elísa segir að stemmningin í Mosfellsbænum og umgjörðin í kringum lið Aftureldingar hafi ekki farið fram hjá henni. „Maður finnur það sterkt, standandi fyrir utan liðið þeirra, að það er svo mikið af sjálfboðaliðum. Auðvitað erum við öll ofboðslega þakklát fyrir okkar sjálfsboðaliða sem sjást alltof sjaldan en maður finnur sérstaklega fyrir því í Mosó. Sjálfboðaliðarnir standa þétt við bakið á ykkur og þá myndast þessi gagnkvæma virðing. Ég get ímyndað mér að stelpurnar vilji leggja sig allar fram fyrir félagið þegar þær sjá hvernig starfið er unnið.“ Bestu upphitunina fyrir 4. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 4. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Valur Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Bæði Valur og Afturelding eiga mikilvæga leiki annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim á meðan Afturelding sækir Keflavík heim. Elísa Viðarsdóttir kom Val á bragðið í 3-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Valskonur sneru þar vörn í sókn eftir tapið fyrir Þór/KA, 2-1, í 2. umferðinni. Valur er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. „Deildin hefur farið skemmtilega af stað og óvænt úrslit í bland við viðbúin úrslit. Það er skemmtilegt að fá Selfoss á toppnum eftir þrjár umferðir,“ sagði Elísa sem hefur þó engan áhuga á að sjá Selfyssinga á toppnum mikið lengur. Kristín Þóra Birgisdóttir og stöllur hennar í Aftureldingu eru aftur á móti án stiga í 9. sæti deildarinnar. Undirbúningstímabilið byrjaði vel hjá Mosfellingum en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning nýliðanna. Til að bregðast við því fékk Afturelding þrjá leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans; miðjumanninn Alexöndru Soree frá Breiðabliki og framherjann Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen og markvörðinn Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving frá Val. Klippa: Besta upphitunin fyrir 4. umferð „Þetta var ekki draumabyrjunin hjá okkur. Við fengum á okkur mörk bara á fyrstu mínútunum og það er högg fyrir liðið. Við erum nýjar í þessari deild og kannski ekki alveg vanar þessu. En mér finnst við vera að koma til og finna hvernig stemmningin er,“ sagði Kristín. Hún segir stemmninguna í Mosfellsbæ góða og áhugann fyrir liðinu mikinn. „Það hafa rosa margir komið á leikina og stemmning fyrir að byrja mótið hjá okkur. Fólk er hvatt til að mæta á leiki og sett vinna í það, að við fáum smá athygli,“ sagði Kristín. Elísa segir að stemmningin í Mosfellsbænum og umgjörðin í kringum lið Aftureldingar hafi ekki farið fram hjá henni. „Maður finnur það sterkt, standandi fyrir utan liðið þeirra, að það er svo mikið af sjálfboðaliðum. Auðvitað erum við öll ofboðslega þakklát fyrir okkar sjálfsboðaliða sem sjást alltof sjaldan en maður finnur sérstaklega fyrir því í Mosó. Sjálfboðaliðarnir standa þétt við bakið á ykkur og þá myndast þessi gagnkvæma virðing. Ég get ímyndað mér að stelpurnar vilji leggja sig allar fram fyrir félagið þegar þær sjá hvernig starfið er unnið.“ Bestu upphitunina fyrir 4. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 4. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Valur Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira