Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2022 18:30 Hjördís segir að sonur hennar hafi ekki þekkt árásarmennina neitt. Vísir/Arnar Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið. Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“ Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“
Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira