Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 07:25 Jimmy Butler treður boltanum í sigri Miami Heat í nótt. Liðið er komið í úrslit austurdeildarinnar og mætir Boston Celtics eða Milwaukee Bucks. AP/Matt Slocum Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik. Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira