Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 07:25 Jimmy Butler treður boltanum í sigri Miami Heat í nótt. Liðið er komið í úrslit austurdeildarinnar og mætir Boston Celtics eða Milwaukee Bucks. AP/Matt Slocum Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik. Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira