Oddvitaáskorunin: Fór níu sinnum á Grease í bíó Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2022 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þór Sigurgeirsson leiðir lista sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Þór Sigurgeirsson og er 55 ára Seltirningur, fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og innmúraður Sjálfstæðismaður enda sonur Sigurgeirs heitins bæjarstjóra hér á Seltjarnarnesi sem þjónaði fyrir Sjálfstæðismenn í 40 ár. Ég er sölu- og markaðsmaður og hef undanfarin 5 ár starfað sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými en var áður í tryggingageiranum í um 15 ár, bæði hjá Verði og Sjóvá. Starfaði auk þess um árabil í matvöruheildsölum m.a. hjá Íslensk Ameríska. Ég er mikill fjölskyldumaður, giftur Maríu Björk Óskarsdóttur viðskiptafræðingi og sviðsstjóra og eigum við fjögur börn, þau Söru Bryndísi 24 ára meistaranema í lögfræði, Örnu Björk 22 ára sálfræðinema, Mörtu Sif 15 ára nema í Valhúsaskóla og Daníel Þór 12 ára nema í Mýrarhúsaskóla. Svo er það auðvitað öldungurinn okkar hann Vaskur gamli. Ég er maður opinna uppbyggilegra samskipta og veit fátt skemmtilegra að hitta og kynnast nýju fólki. Ég elska Seltjarnarnesið og samfélagið hér. Hef alltaf verið mikill þátttakandi í mannlífinu hér og hlakka mikið til að leggja enn meira af mörkum í þágu bæjarins. Hjartað mitt slær með Gróttu og ég veit fátt betra en að fara í heita pottinn í Sundlaug Seltjarnarness, spila golf á Nesvellinum og slaka á í Kjósinni. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hvergi fallegra en við Gróttu á fallegu sumarkvöldi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Skökk skilti þoli ég bara ekki, svo einfalt að laga það. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Kannski smá nördalegt en að bóna bílinn er sérstakt áhugamál, finnst gaman að dúllast við það. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Í gamla daga þegar mamma var ekki á landinu og öll fötin mín voru skítug. Hún sagði mér setja í þvottavélina og hengja svo út á snúru. Morguninn eftir var enginn þvottur þar en öllu hafði verið stolið um nóttina. Það var alveg smá pínlegt að lýsa með mjög ítarlegum hætti fatnaðinum fyrir Sæma Rokk löggu sem skrifaði lögregluskýrslu um þennan glæp. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, skinka og laukur er gott. Hvaða lag peppar þig mest? Þú veist að gleðin er besta víman ... getur spurt vini og vandamenn sem fá reglulega að heyra þetta ;) Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 100 á góðum degi, yfirleitt samt bara 25 teknar í einu. Göngutúr eða skokk? Göngutúr, bakið býður ekki lengur upp á hlaup. Uppáhalds brandari? Af hverju ertu svona fölur Lúlli laukur? Ertu nokkuð hvítlaukur? Þór og Vaskur. Hvað er þitt draumafríi? Draumurinn er að komast einhvern tíma með stórfjölskylduna til Ítalíu í Toscany, upplifa, njóta og gera vel við okkur. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 reyndist okkur erfitt vegna Covid 19. Helmingur fjölskyldunnar veiktist og undirritaður lenti á spítala eina nótt. Uppáhalds tónlistarmaður? Jóhann Helgason. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er pottþétt tengt verkefni sem fyrirsæta á plötualbúm ásamt góðum hópi. Myndin var þó aldrei notuð sem betur fer. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Býst við að Jói G leikari væri svona aðal því hann er svo góður dansari. Gísli Örn tæki einhver áhættuatriði tengt handbolta og fótbolta. Öllu væri svo leikstýrt af Reyni Lyngdal. Hefur þú verið í verbúð? Nei en ég gef reglulega 20.000 manns frítt vatn í Reykjavíkurmaraþoninu. Er þekktur fyrir að taka vel á móti gestum. Áhrifamesta kvikmyndin? Grease. Fór níu sinnum að sjá Danny & Sandy. Áttu eftir að sakna Nágranna? Já örugglega mun myndast tómarúm, hef þó afar sjaldan horft. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Býst við að ég færi í Kjósina mína, við Meðalfellsvatnið Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Rómantíski Þór segir Careless Whisper sko. Maður er svoddan vangadansari…auk þess að vera líka Disco 😉 Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Þór Sigurgeirsson leiðir lista sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Þór Sigurgeirsson og er 55 ára Seltirningur, fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og innmúraður Sjálfstæðismaður enda sonur Sigurgeirs heitins bæjarstjóra hér á Seltjarnarnesi sem þjónaði fyrir Sjálfstæðismenn í 40 ár. Ég er sölu- og markaðsmaður og hef undanfarin 5 ár starfað sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými en var áður í tryggingageiranum í um 15 ár, bæði hjá Verði og Sjóvá. Starfaði auk þess um árabil í matvöruheildsölum m.a. hjá Íslensk Ameríska. Ég er mikill fjölskyldumaður, giftur Maríu Björk Óskarsdóttur viðskiptafræðingi og sviðsstjóra og eigum við fjögur börn, þau Söru Bryndísi 24 ára meistaranema í lögfræði, Örnu Björk 22 ára sálfræðinema, Mörtu Sif 15 ára nema í Valhúsaskóla og Daníel Þór 12 ára nema í Mýrarhúsaskóla. Svo er það auðvitað öldungurinn okkar hann Vaskur gamli. Ég er maður opinna uppbyggilegra samskipta og veit fátt skemmtilegra að hitta og kynnast nýju fólki. Ég elska Seltjarnarnesið og samfélagið hér. Hef alltaf verið mikill þátttakandi í mannlífinu hér og hlakka mikið til að leggja enn meira af mörkum í þágu bæjarins. Hjartað mitt slær með Gróttu og ég veit fátt betra en að fara í heita pottinn í Sundlaug Seltjarnarness, spila golf á Nesvellinum og slaka á í Kjósinni. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hvergi fallegra en við Gróttu á fallegu sumarkvöldi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Skökk skilti þoli ég bara ekki, svo einfalt að laga það. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Kannski smá nördalegt en að bóna bílinn er sérstakt áhugamál, finnst gaman að dúllast við það. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Í gamla daga þegar mamma var ekki á landinu og öll fötin mín voru skítug. Hún sagði mér setja í þvottavélina og hengja svo út á snúru. Morguninn eftir var enginn þvottur þar en öllu hafði verið stolið um nóttina. Það var alveg smá pínlegt að lýsa með mjög ítarlegum hætti fatnaðinum fyrir Sæma Rokk löggu sem skrifaði lögregluskýrslu um þennan glæp. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, skinka og laukur er gott. Hvaða lag peppar þig mest? Þú veist að gleðin er besta víman ... getur spurt vini og vandamenn sem fá reglulega að heyra þetta ;) Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 100 á góðum degi, yfirleitt samt bara 25 teknar í einu. Göngutúr eða skokk? Göngutúr, bakið býður ekki lengur upp á hlaup. Uppáhalds brandari? Af hverju ertu svona fölur Lúlli laukur? Ertu nokkuð hvítlaukur? Þór og Vaskur. Hvað er þitt draumafríi? Draumurinn er að komast einhvern tíma með stórfjölskylduna til Ítalíu í Toscany, upplifa, njóta og gera vel við okkur. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 reyndist okkur erfitt vegna Covid 19. Helmingur fjölskyldunnar veiktist og undirritaður lenti á spítala eina nótt. Uppáhalds tónlistarmaður? Jóhann Helgason. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er pottþétt tengt verkefni sem fyrirsæta á plötualbúm ásamt góðum hópi. Myndin var þó aldrei notuð sem betur fer. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Býst við að Jói G leikari væri svona aðal því hann er svo góður dansari. Gísli Örn tæki einhver áhættuatriði tengt handbolta og fótbolta. Öllu væri svo leikstýrt af Reyni Lyngdal. Hefur þú verið í verbúð? Nei en ég gef reglulega 20.000 manns frítt vatn í Reykjavíkurmaraþoninu. Er þekktur fyrir að taka vel á móti gestum. Áhrifamesta kvikmyndin? Grease. Fór níu sinnum að sjá Danny & Sandy. Áttu eftir að sakna Nágranna? Já örugglega mun myndast tómarúm, hef þó afar sjaldan horft. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Býst við að ég færi í Kjósina mína, við Meðalfellsvatnið Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Rómantíski Þór segir Careless Whisper sko. Maður er svoddan vangadansari…auk þess að vera líka Disco 😉
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira