Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. maí 2022 12:43 Þegar Elín Soffía spurði hvort hún mætti ekki færa heimilismanni eina rauða rós, var hún spurð hvort hún væri á vegum Samfylkingarinnar. Eftir að hafa svarað því játandi var henni bent á að setja rósina í ruslið. Skjáskot Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. Myndbandið, sem tekið var á dyrabjöllumyndavél, fór í dreifingu, meðal annars á samfélagsmiðlinum Twitter, og hefur vakið nokkra umræðu um það viðmót sem sjálfboðaliðar flokkanna mæta. Úthringingar og önnur hefðbundin verkefni, sem fjölmargir sjálfboðaliðar koma að, eru í fullum gangi í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna á morgun. „Ég var bara að dreifa rósum og hringi bjöllunni í þessu húsi. Það svarar enginn og ég ætlaði bara að fara að labba í burtu. Þá svarar í dyrasímanum og spyr hvort ég sé frá Samfylkingunni. Ég segi já, og að ég hafi bara ætlað að vita hvort ég mætti bjóða honum rauða rós,“ segir Elín Soffía í samtali við fréttastofu. Maðurinn hafi þá einfaldlega sagt henni að setja rósina í „gráu tunnuna“. „En svo gerist það sem er búið að klippa úr myndbandinu. Þá segi ég: Nei, það geri ég aldrei. Þá segist hann hafa verið að djóka og biður mig að setja rósina á bekk við húsið.“ Maðurinn hafi þá tjáð henni í gegnum dyrasímann að hann væri á leiðinni heim og kæmi eftir um tíu mínútur. Hann hafi því í raun þegið rósina. „Síðan ætlar hann að vera fyndinn og sýna hvað hann var töff að segja mér að henda rósinni og klippir myndbandið.“ Miður sín að sjá myndbandið í dreifingu Myndbandið fór í víðtæka dreifingu á netinu og var meðal annars sett inn á Twitter í gær. Það virðist þó hafa gengið manna á milli fyrir það, þar sem sá sem birti myndbandið á Twitter er ekki sá sem tók það. Elínu Soffíu var nokkuð brugðið að komast að því að myndband af henni í sjálfboðastarfinu hafi náð flugi á netinu, en það hefur síðan verið fjarlægt eftir gagnrýni netverja. Taka upp sjálfan sig með dyrabjöllunni sinni að vera dick við gamla konu, og dreifa því, sjálfur, á internetinu.Einhverskonar línudans á milli Black Mirror og Klovn. https://t.co/CKZwNUbi18— Atli Viðar (@atli_vidar) May 12, 2022 „Svo er þetta komið eitthvað á Twitter. Ég er ekki einu sinni á Twitter. Ég er búin að vera í sjálfboðaliðastarfi fyrir flokka og í forsetakosningum síðan ég var sextán ára, og nú komin á sjötugsaldur. Ég hef bara aldrei orðið fyrir svona, þarna er bara verið að gera lítið úr manni.“ Elín Soffía segist hafa orðið miður sín að frétta af því að myndbandið væri komið í dreifingu á netinu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að einhver myndi taka mann upp á myndband heima hjá sér og birt á samfélagsmiðlum. Þetta er bara friðhelgi, að einhver bara birti myndband af manni og reyni að gera lítið úr manni,“ segir Elín Soffía og bæti við að sér hafi þótt atvikið lágkúrulegt. Hún segist hafa heyrt frá fjölda fólks sem sá myndbandið, og fengið mikinn stuðning. „Fólki finnst þetta bara ferlega ómerkilegt, að vera að ráðast svona á fólk sem er að vinna sjálfboðavinnu. Mér er alveg sama hvaða flokkur það er, ég þekki fólk í öllum flokkum og á marga vini alls staðar. Ég man bara ekki eftir því að það hafi verið ráðist svona á fólkið sem er að vinna fyrir flokkana.“ Elín Soffía ásamt eiginmanni sínum, Sigurjóni Gunnarssyni.Aðsend Eitt gildi um frambjóðendur en annað um sjálfboðaliða Elín Soffía telur að öðru sæti um fólk sem er í framlínunni, frambjóðendur flokkanna. Þeir megi frekar vænta þess að verða skotspónn fólks á netinu og sæta gagnrýni fyrir orð sín og verk. „En við, sem erum að aðstoða. Mér finnst mikill eðlismunur á því hvort þú ert að ráðast á oddvitana og frambjóðendur, eða fólkið sem er að leggja sig fram, vill hjálpa flokkunum, fær engin laun fyrir og er bara að gera þetta af áhuga. Alveg sama í hvaða flokki það er. Á þetta þá að vera til þess að fæla fólk frá því að taka þátt og hjálpa flokkunum,“ spyr Elín Soffía. Þrátt fyrir að hafa þótt atvikið leiðinlegt segist Elín Soffía hvergi af baki dottin. Hún tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Reyknesinga fyrir Alþýðuflokkinn og hefur lengi verið í ýmiskonar sjálfboðastarfi. Hún hafi þó aldrei lent í neinu svipuðu. „Aldrei. Alltaf gengið vel. Ég byrjaði ung í þessu og er búin að vera dreifa rósum frá 1986 og aldrei lent í svona.“ Telur um persónuverndarbrot að ræða Elín Soffía segist þá ekki í neinum vafa um að myndbandsupptakan sé ólögleg, þó hún sjái ekki fyrir sér að fara með málið neitt lengra. „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt persónuvernd, ég bara trúi ekki öðru.“ Málið hefur vakið nokkra umræðu á netinu um það viðmót sem sjálfboðaliðar flokka í kosningabaráttu mæta í starfi sínu, en sýnishorn af þeirri umræðu má sjá hér að neðan. Ég varð mjög leiður að sjá þetta. Ég kæri mig ekki um að mitt fólk sé að haga sér svona. Takið bara þessa rós alveg eins og kjósendur taka við bæklingum frá okkur D mönnum. Þetta er ótrúlega óviðeigandi framkoma. https://t.co/D3s44tGbbs— Eiður Welding (@EiWelding) May 12, 2022 getum við verið næs við fólk sem er að hringja í okkur og nálgast okkur útaf kosningunum 🥺❤️ það er nógu erfitt að koma sér í gírinn og tala við ókunnugt fólk til að byrja með— Lenya Rún (@Lenyarun) May 12, 2022 Fólk þarf að átta sig á því að mikill meirihluti þeirra sem er að hringja og ganga í hús eru sjálfboðaliðar og fólk lágt á listum. Ef þið eruð pirruð út í pólitíkusa þá er þetta ekki rétta fólkið til að vera með leiðindi við.— Ármann Leifsson (@ArmannLeifsson) May 13, 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Myndbandið, sem tekið var á dyrabjöllumyndavél, fór í dreifingu, meðal annars á samfélagsmiðlinum Twitter, og hefur vakið nokkra umræðu um það viðmót sem sjálfboðaliðar flokkanna mæta. Úthringingar og önnur hefðbundin verkefni, sem fjölmargir sjálfboðaliðar koma að, eru í fullum gangi í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna á morgun. „Ég var bara að dreifa rósum og hringi bjöllunni í þessu húsi. Það svarar enginn og ég ætlaði bara að fara að labba í burtu. Þá svarar í dyrasímanum og spyr hvort ég sé frá Samfylkingunni. Ég segi já, og að ég hafi bara ætlað að vita hvort ég mætti bjóða honum rauða rós,“ segir Elín Soffía í samtali við fréttastofu. Maðurinn hafi þá einfaldlega sagt henni að setja rósina í „gráu tunnuna“. „En svo gerist það sem er búið að klippa úr myndbandinu. Þá segi ég: Nei, það geri ég aldrei. Þá segist hann hafa verið að djóka og biður mig að setja rósina á bekk við húsið.“ Maðurinn hafi þá tjáð henni í gegnum dyrasímann að hann væri á leiðinni heim og kæmi eftir um tíu mínútur. Hann hafi því í raun þegið rósina. „Síðan ætlar hann að vera fyndinn og sýna hvað hann var töff að segja mér að henda rósinni og klippir myndbandið.“ Miður sín að sjá myndbandið í dreifingu Myndbandið fór í víðtæka dreifingu á netinu og var meðal annars sett inn á Twitter í gær. Það virðist þó hafa gengið manna á milli fyrir það, þar sem sá sem birti myndbandið á Twitter er ekki sá sem tók það. Elínu Soffíu var nokkuð brugðið að komast að því að myndband af henni í sjálfboðastarfinu hafi náð flugi á netinu, en það hefur síðan verið fjarlægt eftir gagnrýni netverja. Taka upp sjálfan sig með dyrabjöllunni sinni að vera dick við gamla konu, og dreifa því, sjálfur, á internetinu.Einhverskonar línudans á milli Black Mirror og Klovn. https://t.co/CKZwNUbi18— Atli Viðar (@atli_vidar) May 12, 2022 „Svo er þetta komið eitthvað á Twitter. Ég er ekki einu sinni á Twitter. Ég er búin að vera í sjálfboðaliðastarfi fyrir flokka og í forsetakosningum síðan ég var sextán ára, og nú komin á sjötugsaldur. Ég hef bara aldrei orðið fyrir svona, þarna er bara verið að gera lítið úr manni.“ Elín Soffía segist hafa orðið miður sín að frétta af því að myndbandið væri komið í dreifingu á netinu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að einhver myndi taka mann upp á myndband heima hjá sér og birt á samfélagsmiðlum. Þetta er bara friðhelgi, að einhver bara birti myndband af manni og reyni að gera lítið úr manni,“ segir Elín Soffía og bæti við að sér hafi þótt atvikið lágkúrulegt. Hún segist hafa heyrt frá fjölda fólks sem sá myndbandið, og fengið mikinn stuðning. „Fólki finnst þetta bara ferlega ómerkilegt, að vera að ráðast svona á fólk sem er að vinna sjálfboðavinnu. Mér er alveg sama hvaða flokkur það er, ég þekki fólk í öllum flokkum og á marga vini alls staðar. Ég man bara ekki eftir því að það hafi verið ráðist svona á fólkið sem er að vinna fyrir flokkana.“ Elín Soffía ásamt eiginmanni sínum, Sigurjóni Gunnarssyni.Aðsend Eitt gildi um frambjóðendur en annað um sjálfboðaliða Elín Soffía telur að öðru sæti um fólk sem er í framlínunni, frambjóðendur flokkanna. Þeir megi frekar vænta þess að verða skotspónn fólks á netinu og sæta gagnrýni fyrir orð sín og verk. „En við, sem erum að aðstoða. Mér finnst mikill eðlismunur á því hvort þú ert að ráðast á oddvitana og frambjóðendur, eða fólkið sem er að leggja sig fram, vill hjálpa flokkunum, fær engin laun fyrir og er bara að gera þetta af áhuga. Alveg sama í hvaða flokki það er. Á þetta þá að vera til þess að fæla fólk frá því að taka þátt og hjálpa flokkunum,“ spyr Elín Soffía. Þrátt fyrir að hafa þótt atvikið leiðinlegt segist Elín Soffía hvergi af baki dottin. Hún tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Reyknesinga fyrir Alþýðuflokkinn og hefur lengi verið í ýmiskonar sjálfboðastarfi. Hún hafi þó aldrei lent í neinu svipuðu. „Aldrei. Alltaf gengið vel. Ég byrjaði ung í þessu og er búin að vera dreifa rósum frá 1986 og aldrei lent í svona.“ Telur um persónuverndarbrot að ræða Elín Soffía segist þá ekki í neinum vafa um að myndbandsupptakan sé ólögleg, þó hún sjái ekki fyrir sér að fara með málið neitt lengra. „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt persónuvernd, ég bara trúi ekki öðru.“ Málið hefur vakið nokkra umræðu á netinu um það viðmót sem sjálfboðaliðar flokka í kosningabaráttu mæta í starfi sínu, en sýnishorn af þeirri umræðu má sjá hér að neðan. Ég varð mjög leiður að sjá þetta. Ég kæri mig ekki um að mitt fólk sé að haga sér svona. Takið bara þessa rós alveg eins og kjósendur taka við bæklingum frá okkur D mönnum. Þetta er ótrúlega óviðeigandi framkoma. https://t.co/D3s44tGbbs— Eiður Welding (@EiWelding) May 12, 2022 getum við verið næs við fólk sem er að hringja í okkur og nálgast okkur útaf kosningunum 🥺❤️ það er nógu erfitt að koma sér í gírinn og tala við ókunnugt fólk til að byrja með— Lenya Rún (@Lenyarun) May 12, 2022 Fólk þarf að átta sig á því að mikill meirihluti þeirra sem er að hringja og ganga í hús eru sjálfboðaliðar og fólk lágt á listum. Ef þið eruð pirruð út í pólitíkusa þá er þetta ekki rétta fólkið til að vera með leiðindi við.— Ármann Leifsson (@ArmannLeifsson) May 13, 2022
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira