Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Afturelding 1-2 | Nýliðarnir sóttu fyrsta sigurinn Atli Arason skrifar 13. maí 2022 23:00 Vísir/Hulda Margrét Nýliðarnir í Aftureldingu sóttu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið vann góðan 1-2 útisigur gegn spútnikliði Keflavíkur í Bestu-deild kvenna í kvöld. Keflavíkingar byrjuðu leikinn betur en strax á fjórðu mínútu átti fyrirliðinn Kristrún Hólm skot í þverslána eftir undirbúning Ana Santos. Tíu mínútum síðar fá gestir dæmda á sig afar klaufalega vítaspyrnu. Caroline Slambrouck, leikmaður Keflavíkur, átti þá langa sendingu fram völlinn. Boltinn skoppaði af vellinum og undir engri sérstakri pressu lyftir Signý Lára Bjarnadóttir, leikmaður Aftureldingar, höndinni upp og boltinn skoppaði upp í hönd hennar inn í vítateig og vítaspyrna dæmd. Aníta Lind Daníelsdóttir steig á vítapunktinn fyrir Keflavík og skoraði framhjá Auði Scheving í markinu og kemur Keflavík í 1-0 forystu. Gestirnir svöruðu fyrir sig á 36. mínútu leiksins en þá á varamaðurinn Jade Gentile frábæran sprett upp vinstri vænginn, alveg upp að endalínunni og gefur boltann fyrir markið á Sólveigu J. Larsen sem stýrði knettinum í netið. Afturelding hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og náði að snúa leiknum við með því að koma inn öðru marki aðeins sex mínútum síðar. Alexandra Soree tók þá hornspyrnu frá hægri kanti og eftir mikið klafs inn í teignum þá var Christina Settles fyrst á boltann og náði að koma knettinum í markið út við stöng með góðu skoti úr vítateignum og gestirnir leiddu 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ansi hljóðlátur en gestirnir frá Mosfellsbæ skelltu í lás með því að þétta varnarleikinn sinn. Keflvíkingar fundu engin svör við þessum öfluga varnarleik hjá Aftureldingu sem náði því að kreista út fyrsta sigur sinn í sumar, lokatölur 1-2. Af hverju vann Afturelding? Gestirnir náðu alveg að skapa sér nokkur færi á sóknarhelming en það verður aðallega að hrósa varnarleik þeirra í þessum leik. Heimakonur náðu ekki að opna vörn Aftureldingar nógu vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Cristina Settles var flott þegar það kom að Aftureldingu að verjast en hún skoraði einnig sigurmarkið. Nýju leikmenn Aftureldingar, Auður Scheving, Alexandra Soree og Sólveig J. Larsen spiluðu einnig vel í sínum fyrsta leik fyrir félagið og það verður spennandi að fylgjast með þeim í sumar. Hvað gerist næst? Næsti leikur hjá Keflavík er útileikur gegn Selfoss á miðvikudaginn næsta. Afturelding tekur á móti Stjörnunni degi fyrr á Malbikstöðinni að Varmá. „Varnarleikurinn var frábær í dag“ Alexander Aron Davorsson er þjálfari Aftureldingar. Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður að liðið náði að sækja sinn fyrsta sigur í sumar. „Ákveðinn léttir að ná í fyrsta sigurinn á erfiðum útivelli, það er ekkert grín að koma hingað. Þær láta svo mikið finna fyrir sér að hálfa væri nóg. Við þurftum bara að fara í sama leik og við gerðum það virkilega vel,“ sagði Alexander í viðtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var frábær í dag. Við höfum verið að gefa svolítið klaufaleg mörk á okkur en liðin hafa ekki endilega verið að spila sig í gegnum okkur í sumar. Í dag sýndum við hversu megnugar við erum og við lokuðum réttu svæðunum. Leikplanið í seinni hálfleik var bara að verjast til sigurs.“ Eins og Alexander nefndi hefur Afturelding verið að hleypa inn klaufalegum mörkum á tímabilinu og eitt slíkt kom í þessum leik eftir að liðið gaf vítaspyrnu. Alexander ætlaði ekki að andmæla dómnum sjálfum en var umfram allt ánægður með það hvernig Signý Lára svaraði fyrir sig eftir að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu. „Já þetta var vítaspyrna, við getum ekki mótmælt því. Boltinn skoppar í grasinu og snýst einhvern veginn upp í höndina á henni [Signýju Láru] en það sem ég tók mest eftir var hvernig hún steig upp eftir það atvik. Það eru margir sem myndu brotna og leka niður eftir svona atvik en hún stóð þarna áfram eins og klettur út leikinn. Mikið hrós til hennar, að svona ungur leikmaður geti stigið upp eftir þetta,“ svaraði Alexander aðspurður út í vítaspyrnuna. Næsti leikur Aftureldingar er gegn Stjörnunni og Alexander kveðst spenntur fyrir þeim leik sem hann telur verða frábrugðinn leiknum gegn Keflavík í kvöld. „Það verður öðruvísi leikur á móti Stjörnunni en við viljum vera með boltann á móti svoleiðis liði og spila okkar fótbolta, ég held það verði hörku leikur á milli tveggja góðra fótbolta liða,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar. „Við vorum ekki tilbúnar í baráttuna“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur.vísir/vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að vera fúll eftir slaka frammistöðu Keflavíkur í tapinu í gegn Aftureldingu. „Ég er fúll út í frammistöðuna hjá okkur í dag, hún var ekki ásættanleg,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi áður en hann bætti við. „Mér fannst við ekki mæta tilbúnar. Við vorum búnar að ræða það fyrir leik að þetta yrði gríðarlega mikill baráttu leikur en við vorum ekki tilbúnar í baráttuna og fengum á okkur ódýr mörk. Svo voru þær mikið til baka í síðari hálfleik og við náðum ekki að skapa okkur neitt svakalegt en svona getur fótboltinn verið.“ Keflvíkingar náðu ekki að finna lausnir á öflugum varnarleik Aftureldingar í leiknum. Gunnar sagði að liðið sitt væru svo óvant því að stjórna leiknum þegar hann var spurður út í það hvað vantaði upp á í sóknarleik liðsins í kvöld. „Það er erfitt að segja. Þær voru margar og þéttar til baka, það var erfitt að komast í gegnum þær. Þetta er ekki leikur sem við höfum verið að spila mikið en við höfum þurft að sinna hinu hlutverkinu meira. Við erum kannski óvanar því og þurfum að vinna meira í því. Við fáum samt mikil gæði í Vigdísi [Lilju Kristjánsdóttir] inn í leikinn en eigum kannski eftir að slípa hana aðeins betur inn í þetta. Vonandi mun sóknarleikurinn verða betri í næstu leikjum,“ svaraði Gunnar. Keflavík spilar næst gegn Stjörnunni og er það forgangsatriði númer eitt að finna fleiri lausnir í sókninni á æfingasvæðinu á næstu dögum. „Við þurfum klárlega að skerpa aðeins á sóknarleiknum okkar. Reyna að skapa okkur meira fram á við. Við þurfum að mæta klárar í alla leiki, það er ekki nóg að mæta bara í leiki gegn Breiðablik og Val og gefa allt í það. Við þurfum að hafa það í öllum leikjum og það vantaði upp á það í dag. Það verður vonandi í lagi í næsta leik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur að endingu. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Afturelding
Nýliðarnir í Aftureldingu sóttu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið vann góðan 1-2 útisigur gegn spútnikliði Keflavíkur í Bestu-deild kvenna í kvöld. Keflavíkingar byrjuðu leikinn betur en strax á fjórðu mínútu átti fyrirliðinn Kristrún Hólm skot í þverslána eftir undirbúning Ana Santos. Tíu mínútum síðar fá gestir dæmda á sig afar klaufalega vítaspyrnu. Caroline Slambrouck, leikmaður Keflavíkur, átti þá langa sendingu fram völlinn. Boltinn skoppaði af vellinum og undir engri sérstakri pressu lyftir Signý Lára Bjarnadóttir, leikmaður Aftureldingar, höndinni upp og boltinn skoppaði upp í hönd hennar inn í vítateig og vítaspyrna dæmd. Aníta Lind Daníelsdóttir steig á vítapunktinn fyrir Keflavík og skoraði framhjá Auði Scheving í markinu og kemur Keflavík í 1-0 forystu. Gestirnir svöruðu fyrir sig á 36. mínútu leiksins en þá á varamaðurinn Jade Gentile frábæran sprett upp vinstri vænginn, alveg upp að endalínunni og gefur boltann fyrir markið á Sólveigu J. Larsen sem stýrði knettinum í netið. Afturelding hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og náði að snúa leiknum við með því að koma inn öðru marki aðeins sex mínútum síðar. Alexandra Soree tók þá hornspyrnu frá hægri kanti og eftir mikið klafs inn í teignum þá var Christina Settles fyrst á boltann og náði að koma knettinum í markið út við stöng með góðu skoti úr vítateignum og gestirnir leiddu 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ansi hljóðlátur en gestirnir frá Mosfellsbæ skelltu í lás með því að þétta varnarleikinn sinn. Keflvíkingar fundu engin svör við þessum öfluga varnarleik hjá Aftureldingu sem náði því að kreista út fyrsta sigur sinn í sumar, lokatölur 1-2. Af hverju vann Afturelding? Gestirnir náðu alveg að skapa sér nokkur færi á sóknarhelming en það verður aðallega að hrósa varnarleik þeirra í þessum leik. Heimakonur náðu ekki að opna vörn Aftureldingar nógu vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Cristina Settles var flott þegar það kom að Aftureldingu að verjast en hún skoraði einnig sigurmarkið. Nýju leikmenn Aftureldingar, Auður Scheving, Alexandra Soree og Sólveig J. Larsen spiluðu einnig vel í sínum fyrsta leik fyrir félagið og það verður spennandi að fylgjast með þeim í sumar. Hvað gerist næst? Næsti leikur hjá Keflavík er útileikur gegn Selfoss á miðvikudaginn næsta. Afturelding tekur á móti Stjörnunni degi fyrr á Malbikstöðinni að Varmá. „Varnarleikurinn var frábær í dag“ Alexander Aron Davorsson er þjálfari Aftureldingar. Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður að liðið náði að sækja sinn fyrsta sigur í sumar. „Ákveðinn léttir að ná í fyrsta sigurinn á erfiðum útivelli, það er ekkert grín að koma hingað. Þær láta svo mikið finna fyrir sér að hálfa væri nóg. Við þurftum bara að fara í sama leik og við gerðum það virkilega vel,“ sagði Alexander í viðtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var frábær í dag. Við höfum verið að gefa svolítið klaufaleg mörk á okkur en liðin hafa ekki endilega verið að spila sig í gegnum okkur í sumar. Í dag sýndum við hversu megnugar við erum og við lokuðum réttu svæðunum. Leikplanið í seinni hálfleik var bara að verjast til sigurs.“ Eins og Alexander nefndi hefur Afturelding verið að hleypa inn klaufalegum mörkum á tímabilinu og eitt slíkt kom í þessum leik eftir að liðið gaf vítaspyrnu. Alexander ætlaði ekki að andmæla dómnum sjálfum en var umfram allt ánægður með það hvernig Signý Lára svaraði fyrir sig eftir að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu. „Já þetta var vítaspyrna, við getum ekki mótmælt því. Boltinn skoppar í grasinu og snýst einhvern veginn upp í höndina á henni [Signýju Láru] en það sem ég tók mest eftir var hvernig hún steig upp eftir það atvik. Það eru margir sem myndu brotna og leka niður eftir svona atvik en hún stóð þarna áfram eins og klettur út leikinn. Mikið hrós til hennar, að svona ungur leikmaður geti stigið upp eftir þetta,“ svaraði Alexander aðspurður út í vítaspyrnuna. Næsti leikur Aftureldingar er gegn Stjörnunni og Alexander kveðst spenntur fyrir þeim leik sem hann telur verða frábrugðinn leiknum gegn Keflavík í kvöld. „Það verður öðruvísi leikur á móti Stjörnunni en við viljum vera með boltann á móti svoleiðis liði og spila okkar fótbolta, ég held það verði hörku leikur á milli tveggja góðra fótbolta liða,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar. „Við vorum ekki tilbúnar í baráttuna“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur.vísir/vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að vera fúll eftir slaka frammistöðu Keflavíkur í tapinu í gegn Aftureldingu. „Ég er fúll út í frammistöðuna hjá okkur í dag, hún var ekki ásættanleg,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi áður en hann bætti við. „Mér fannst við ekki mæta tilbúnar. Við vorum búnar að ræða það fyrir leik að þetta yrði gríðarlega mikill baráttu leikur en við vorum ekki tilbúnar í baráttuna og fengum á okkur ódýr mörk. Svo voru þær mikið til baka í síðari hálfleik og við náðum ekki að skapa okkur neitt svakalegt en svona getur fótboltinn verið.“ Keflvíkingar náðu ekki að finna lausnir á öflugum varnarleik Aftureldingar í leiknum. Gunnar sagði að liðið sitt væru svo óvant því að stjórna leiknum þegar hann var spurður út í það hvað vantaði upp á í sóknarleik liðsins í kvöld. „Það er erfitt að segja. Þær voru margar og þéttar til baka, það var erfitt að komast í gegnum þær. Þetta er ekki leikur sem við höfum verið að spila mikið en við höfum þurft að sinna hinu hlutverkinu meira. Við erum kannski óvanar því og þurfum að vinna meira í því. Við fáum samt mikil gæði í Vigdísi [Lilju Kristjánsdóttir] inn í leikinn en eigum kannski eftir að slípa hana aðeins betur inn í þetta. Vonandi mun sóknarleikurinn verða betri í næstu leikjum,“ svaraði Gunnar. Keflavík spilar næst gegn Stjörnunni og er það forgangsatriði númer eitt að finna fleiri lausnir í sókninni á æfingasvæðinu á næstu dögum. „Við þurfum klárlega að skerpa aðeins á sóknarleiknum okkar. Reyna að skapa okkur meira fram á við. Við þurfum að mæta klárar í alla leiki, það er ekki nóg að mæta bara í leiki gegn Breiðablik og Val og gefa allt í það. Við þurfum að hafa það í öllum leikjum og það vantaði upp á það í dag. Það verður vonandi í lagi í næsta leik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur að endingu.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti