Á kjörskrá í Ísafjarðarbæ eru 3.477. Níu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn mynduðu fimm fulltrúa meirihluta eftir kosningar 2018. Sjálfstæðisflokkur með þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn með tvo.
Í-listi íbúanna hafði setið einn í minnihluta með fjóra fulltrúa.
Að neðan má sjá niðurstöðuna á Ísafirði.
- Í-listi Ísafjarðarlistans: 46,3% með fimm fulltrúa
- B-listi Framsóknar: 24,4% með tvo fulltrúa
- D-listi Sjálfstæðisflokks: 24,7% með tvo fulltrúa
- P-listi Pírata: 4,6% með engan fulltrúa
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Kristján Þór Kristjánsson (B)
- Elísabet Samúelsdóttir (B)
- Jóhann Birkir Helgason (D)
- Steinunn Guðný Einarsdóttir (D)
- Gylfi Ólafsson (Í)
- Nanný Arna Guðmundsdóttir (Í)
- Magnús Einar Magnússon (Í)
- Sigríður Júlía Brynleifsdóttir (Í)
- Arna Lára Jónsdóttir (Í)
