Innlent

„Á­fram Sósíal­istar! Á­fram fé­lags­hyggjan!“

Atli Ísleifsson skrifar
Sanna Magdalena Mörtudóttir mætti í Vesturbæjarskóla í morgun til að kjósa.
Sanna Magdalena Mörtudóttir mætti í Vesturbæjarskóla í morgun til að kjósa. Stöð 2

„Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“

Þetta sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokksins, eftir að hafa kosið á kjörstað í Vesturbæjarskóla í Reykjavík um klukkan níu í morgun.

Sanna Magdalena hefur setið í borgarstjórn síðan 2018 sem eini borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Hún segist nú ætla að hitta félaga og svo ætla að mótmæla á Austurvelli síðar í dag.

Sjá má viðtalið við Sönnu Magdalenu í spilaranum að neðan


Tengdar fréttir

Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×