Lífið

Fá boðsmiða á Eurovision á næsta ári

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigurður og Bjarki ætla að horfa á keppnina á risaskjá í Eurovision þorpinu í Tórínó.
Sigurður og Bjarki ætla að horfa á keppnina á risaskjá í Eurovision þorpinu í Tórínó. Facebook

Bjarki Guðnason, 25 ára gamall einhverfur maður með þroskahömlun, hefur fengið boðsmiða á Eurovision á næsta ári. Eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær mun Bjarki ekki upplifa tuttugu ára draum sinn um að fara á Eurovision þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppnina.

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Íslenska hópsins hafði í kjölfarið samband við Bjarka og Sigurð Sólmundarson stuðningsforeldri hans og bauð þeim boðsmiða á Eurovision á næsta ári.

„Við erum mjög þakklátir,“ segir Sigurður í samtali við Vísi.

Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall.

Það voru því gríðarleg vonbrigði í gær þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun.

Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Þeir félagar ætla þó að gera gott úr deginum og horfa á keppnina úti í Eurovision þorpinu svokallaða, með öðrum aðdáendum keppninnar.

„Við erum þvílíkt peppaðir og eldhressir,“ segir Sigurður að lokum.


Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Euro­vision

Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×