„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“ Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 03:05 Skúli og Heiða segja það ekki skipta öllu máli hver verði borgarstjóri á næsta kjörtímabili. Stöð 2 Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg. „Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira