Innlent

Bein útsending: Dramatísk kosninganótt gerð upp á Sprengisandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grétar Þór Eyþórsson stjórnsýslufræðingur verður meðal viðmælenda á Sprengisandi klukkan 10.
Grétar Þór Eyþórsson stjórnsýslufræðingur verður meðal viðmælenda á Sprengisandi klukkan 10. Vísir

Það er óhætt að segja að kosninganóttin hafi verið dramatísk þar sem tölurnar létu bíða eftir sér víða og staðfest úrslit þar með um leið.

Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti á Sprengisand á Bylgjunni klukkan 10. Þar verða atburðir næturinnar skeggræddir og úrslitin gerð upp.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar verða fyrstu gestir þáttarins.

Síðar mæta Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. 

Á eftir þeim verður rætt við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, Einar Þorsteinsson, nýkjörinn borgarfulltrúa og oddvita Framsóknar í borginni og Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðismanna í borginni. 

Í lok þáttar verður svo meðal annars rætt við stjórnmálafræðingana Eirík Bergmann og Grétar Þór Eyþórsson.

Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×