Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti á Sprengisand á Bylgjunni klukkan 10. Þar verða atburðir næturinnar skeggræddir og úrslitin gerð upp.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar verða fyrstu gestir þáttarins.
Síðar mæta Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Á eftir þeim verður rætt við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, Einar Þorsteinsson, nýkjörinn borgarfulltrúa og oddvita Framsóknar í borginni og Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðismanna í borginni.
Í lok þáttar verður svo meðal annars rætt við stjórnmálafræðingana Eirík Bergmann og Grétar Þór Eyþórsson.
Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi hér að neðan.