„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 12:02 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er keikur þó tap blasi við flokknum að loknum sveitarstjórnarkosningum. Hann vill meina að tapið sé miklu minna en umræðan gefur til kynna. Vísir/Vilhelm Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira að segja í Garðabæ, höfuðvígi flokksins, en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti ekki brotinn í Silfur Ríkisútvarpsins, nema síður sé. Sjálfstæðisflokkurinn með 110 bæjarfulltrúa á landsvísu Bjarni var hinn brattasti. Sagði jú vissulega að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum eins og raun varð, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Bjarni sagði að ef litið sé til landsins í heild sinni og „þessi framboð“ ólíkra flokka undir einhverjum listabókstöfum eru sett til hliðar þá sé staðreynd málsins sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa sex fulltrúm á landsvísu. „Og er með 110 bæjarfulltrúa sem er 40 prósentum meira en Framsókn, það sé fjórum sinnum meira en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu,“ sagði Bjarni sem vildi meina að tapið væri fráleitt eins mikið og umræðan beri með sér. Foringjar ríkisstjórnarinnar auk Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, voru mættir til Egils Helgasonar hjá Ríkissjónvarpinu til að fara yfir stöðuna að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Fjórflokkurinn í öllu sínu veldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, við það tækifæri. Allt samkvæmt áætlun hjá Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins reyndi ekki að leyna ánægju sinni enda erfitt annað. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 22 fulltrúum frá síðustu kosningum. Sigurður Ingi sagðist sammála, að um væri að ræða stórkostlegan árangur síns flokks á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. En þetta væri ekkert endilega óvænt. Hann upplýsti að það hafi verið verkefni Framsóknarmanna í langan tíma að styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu án þess að það „komi niður á landsbyggðinni“. Vinstri græn riðu ekki feitum hesti frá þessum kosningum en Katrín benti á að Vinstri græn væru víða í hópi blandaðra framboða um landið og þau séu sátt við sinn árangur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira,“ sagði Katrín en vildi minna á að síðustu sveitarstjórnarkosningar hefðu reynst Vinstri grænum afar erfiðar og í því samhengi væri þetta ekki svo slæmt. Þannig fundu allir foringjar stjórnmálaflokkanna jákvæðar hliðar á niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga fyrir sig og sína, eins og venju ber til. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira að segja í Garðabæ, höfuðvígi flokksins, en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti ekki brotinn í Silfur Ríkisútvarpsins, nema síður sé. Sjálfstæðisflokkurinn með 110 bæjarfulltrúa á landsvísu Bjarni var hinn brattasti. Sagði jú vissulega að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum eins og raun varð, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Bjarni sagði að ef litið sé til landsins í heild sinni og „þessi framboð“ ólíkra flokka undir einhverjum listabókstöfum eru sett til hliðar þá sé staðreynd málsins sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa sex fulltrúm á landsvísu. „Og er með 110 bæjarfulltrúa sem er 40 prósentum meira en Framsókn, það sé fjórum sinnum meira en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu,“ sagði Bjarni sem vildi meina að tapið væri fráleitt eins mikið og umræðan beri með sér. Foringjar ríkisstjórnarinnar auk Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, voru mættir til Egils Helgasonar hjá Ríkissjónvarpinu til að fara yfir stöðuna að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Fjórflokkurinn í öllu sínu veldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, við það tækifæri. Allt samkvæmt áætlun hjá Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins reyndi ekki að leyna ánægju sinni enda erfitt annað. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 22 fulltrúum frá síðustu kosningum. Sigurður Ingi sagðist sammála, að um væri að ræða stórkostlegan árangur síns flokks á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. En þetta væri ekkert endilega óvænt. Hann upplýsti að það hafi verið verkefni Framsóknarmanna í langan tíma að styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu án þess að það „komi niður á landsbyggðinni“. Vinstri græn riðu ekki feitum hesti frá þessum kosningum en Katrín benti á að Vinstri græn væru víða í hópi blandaðra framboða um landið og þau séu sátt við sinn árangur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira,“ sagði Katrín en vildi minna á að síðustu sveitarstjórnarkosningar hefðu reynst Vinstri grænum afar erfiðar og í því samhengi væri þetta ekki svo slæmt. Þannig fundu allir foringjar stjórnmálaflokkanna jákvæðar hliðar á niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga fyrir sig og sína, eins og venju ber til.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum