Bjarki Már og félagar í Lemgo hafa nú unnið þrjá leiki í röð og eru að rétta sinn hlut eftir erfiðar vikur í deildinni. Liðið vann nauman þriggja marka sigur gegn Stuttgart, 33-30, en Bjarki Már var markahæsti maður vallarins með átta mörk.
Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson leika með Stuttgart. Viggó skoraði tvö mörk fyrir liðið en Andri Már komst ekki á blað.
Riesiger Kraftakt - riesige Teamleistung!💪 Die Punkte bleiben mit eurer Unterstützung in Lemgo!🥳 Ganz stark, Jungs!
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) May 15, 2022
______#gemeinamstark pic.twitter.com/HI1XgJ7Lag
Þá vann Magdeburg góðan sjö marka sigur gegn Melsungen, 33-26, og er liðið nú með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.
Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik fyrir Magdeburg og skoraði fimm mörk og liðsfélagi hans, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt.
Í liði Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson eitt.