Fjóla og Bragi bæjarstjórar í Árborg? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2022 15:30 Sjálfstæðismenn í Árborg hafa náð völdum sínum á ný því þeir náðu hreinum meirihluta með sex menn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum. Oddviti Samfylkingarinnar segir aldrei gott að hafa hreinan meirihluta. Oddviti Miðflokksins segir gott að fá frí frá pólitíkinni og geta sinnt börnum sínum meira. Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira