Beinagrindin samanstendur af 126 beinum og fundust þau í Montana-fylki í Bandaríkjunum árið 2013. Talið er að beinin séu 108 til 115 milljón ára gömul.
Talið var að beinagrindin myndi seljast á um sex milljónir dollara og kom það mörgum á óvart að einhver hafi boðið tvöfalt hærri upphæð. Ekki er vitað hver keypti beinagrindina en hún var í einkaeigu ótilgreinds aðila fyrir uppboðið samkvæmt CNN.
Beinagrindin hefur verið skírð „Hector“ og er ein af þremur heilum klóeðlubeinagrindum sem til eru í heiminum. Hinar tvær beinagrindurnar eru til sýnis á söfnum.
Þrátt fyrir að nafnið klóeðla sé ekki þekkt þá ættu flestir að kannast við risaeðluna úr Jurrasic Park-myndunum. Útlit snareðlanna sem birtust í kvikmyndunum voru að miklu leiti byggðar á klóeðlunni.
Á latnesku er heiti eðlunnar Deinonychus antirrhopus og merkir fyrri hluti nafnsins „hræðileg kló“ en eðlan var með stóra kló á sitthvorum fæti sem hún notaði til að opna líkama fórnarlamba sinna.