Innlent

Jón Páll á­fram bæjar­stjóri þrátt fyrir valda­skiptin

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.
Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018. Vísir/Vilhelm

Jón Páll Hreinsson verður endurráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn hafi misst meirihlutann í bæjarstjórn. K-listi Máttar meyja og manna bættu við sig manni og náðu inn fjórum mönnum af sjö í bæjarstjórn í kosningunum um helgina.

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, oddviti K-lista, segir í samtali við Vísi að það hafi legið fyrir fyrir kosningar að Jón Páll yrði endurráðinn, næði K-listinn meirihluta, enda mikil ánægja með hans störf.

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, oddviti K-lista.

Hún segir að helsta markmið nýrrar sveitarstjórnar verði að sameina bæinn þar sem hann sé nú svolítið tvískiptur – Bolvíkingar af íslenskum uppruna annars vegar og svo Bolvíkingar af erlendum uppruna, og þá sérstaklega pólskum.

„Þetta er okkar stærsti fókus. Við ætlum okkur að vera eitt, stórt, flott, bolvískt samfélag, sama hvaða uppruna við höfum,“ segir Sigríður Hulda.

Hún segir að einn nýrra bæjarfulltrúa, sem skipaði fjóra sæti á lista K-lista, sé Olga Agata Tabaka sem er af pólskum uppruna. „Við bindum miklar vonir við að hægt sé að ná betur inn í pólska samfélagið með þessari tengingu.“

Jón Páll var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.


Tengdar fréttir

Sjálf­stæðis­menn misstu meiri­hluta sinn í Bolungar­vík

K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×