Innlent

Ný sýn hélt meiri­hluta sínum í Vestur­byggð

Atli Ísleifsson skrifar
Patreksfjörður og Bíldudalur eru stærstu þéttbýlisstaðirnir í Vesturbyggð. Myndin er frá Bíldudal.
Patreksfjörður og Bíldudalur eru stærstu þéttbýlisstaðirnir í Vesturbyggð. Myndin er frá Bíldudal. Vísir/Vilhelm

N-listi Nýrrar sýnar hélt meirihluta sínum í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardag. Listinn fékk fjóra menn kjörna líkt og í kosningunum 2018, og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra þrjá kjörna.

Á kjörskrá voru 773 og voru það 562 sem greiddu atkvæði. var kjörsóknin því 72,7 prósent.

Atkvæði féllu á þessa leið:

  • D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra, 263 atkvæði
  • N-listi Nýrrar sýnar hlaut 281 atkvæði

Jón Árnason, oddviti Nýrrar sýnar, segir í samtali við Vísi, að það sé ljóst að fólk treysti listanum til áframhaldandi starfa. „Það eru allir sammála um að byggja upp gott samfélag hérna. Meirihlutinn og minnihlutinn hafa unnið vel saman að góðum málum og vonandi verður svo áfram.“

Rebekka Hilmarsdóttir hefur gegnt embætti sveitarstjóra síðustu fjögur árin. Jón segir að vilji sé til af hálfu meirihlutans að halda samstarfinu áfram. „Við höfum rætt við Rebekku og vonandi verður hægt að klára þær viðræður á næstu dögum,“ segir Jón.

Patreksfjörður og Bíldudalur eru stærstu þéttbýlisstaðirnir í Vesturbyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×