Forseti GSÍ: Landsbyggðin þarfnast stuðnings við útbreiðslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 19:30 Hulda (fyrir miðju). GSÍ Golfsamband Íslands hélt kynningafund þar sem golfsumarið 2022 var kynnt. Hulda Bjarnadóttir tók nýverið við sem forseti GSÍ og var rætt við hana í Sportpakka Stöðvar 2 varðandi helstu áherslur nýrrar stjórnar Golfsambands Íslands. „Erum að halda áfram að byggja upp og breiða út boðskapinn um golf á Íslandi. Þurfum að skipta þessu upp þar sem þið hafið mögulega heyrt umræðuna varðandi höfuðborgina og landsbyggðina,“ sagði Hulda og hélt áfram. „Landsbyggðin þarfnast stuðnings við útbreiðslu. Við ætlum að taka mótaröð bara til að fara út í landshlutana og styðja við þar. Skilja eftir þekkingu og hjálpa þeim þá að byggja upp sportið, það er skýrt markmið hjá okkur. Svo bara halda áfram að styðja við það sem vel er gert, byggja undir landsliðin okkar enn frekar og afreksstarf.“ „Þetta er svo blómlegt í ár og sérlega spennandi með EM, HM, aldrei fleiri kylfingar á mótaröðum og svo framvegis. Þetta er allt sem við erum að styðja við.“ Helstu breytingar sumarsins „Við byrjuðum í fyrra að fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni fengju að vera með að uppskyldum forgjafarskilyrðum en það er ótrúlega gaman fyrir þá að fá að vera með. Ef þeir eru dottnir út úr forgjafaflokknum að spila sig inn aftur. Það var nýjungin sem Ólafur Loftsson, afreksstjóri, fór yfir á fundinum.“ „Líka nýtt að við erum að keyra heilsárs starfsemi hvað mótahald varðar. Vorum með landsmót í golfhermum. Þetta var keyrt í samstarfi við GKG sem fór fyrir framkvæmdinni. Það er spennandi að sjá golfíþróttina verða að heilsárssporti með allri þessari flottu inniaðstöðu sem er við að byggja upp.“ Lýðheilsumarkmið GSÍ „Þurfum að kynna betur lýðheilsu rannsóknir sem hreinlega eru til. Við erum að lengja líf fólks, helmingur hreyfingarinnar er 50 ára eða eldri. Sveitafélög þurfa að kynna sér kosti golfíþróttarinnar. Þetta eru samtöl sem við viljum auka og breiða boðskapinn út um hversu öflug þessi almenningsíþrótt er,“ sagði Hulda að endingu. Klippa: Hulda, formaður GSÍ: Landsbyggðin þarfnast stuðnings við útbreiðslu. Golf Sportpakkinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Erum að halda áfram að byggja upp og breiða út boðskapinn um golf á Íslandi. Þurfum að skipta þessu upp þar sem þið hafið mögulega heyrt umræðuna varðandi höfuðborgina og landsbyggðina,“ sagði Hulda og hélt áfram. „Landsbyggðin þarfnast stuðnings við útbreiðslu. Við ætlum að taka mótaröð bara til að fara út í landshlutana og styðja við þar. Skilja eftir þekkingu og hjálpa þeim þá að byggja upp sportið, það er skýrt markmið hjá okkur. Svo bara halda áfram að styðja við það sem vel er gert, byggja undir landsliðin okkar enn frekar og afreksstarf.“ „Þetta er svo blómlegt í ár og sérlega spennandi með EM, HM, aldrei fleiri kylfingar á mótaröðum og svo framvegis. Þetta er allt sem við erum að styðja við.“ Helstu breytingar sumarsins „Við byrjuðum í fyrra að fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni fengju að vera með að uppskyldum forgjafarskilyrðum en það er ótrúlega gaman fyrir þá að fá að vera með. Ef þeir eru dottnir út úr forgjafaflokknum að spila sig inn aftur. Það var nýjungin sem Ólafur Loftsson, afreksstjóri, fór yfir á fundinum.“ „Líka nýtt að við erum að keyra heilsárs starfsemi hvað mótahald varðar. Vorum með landsmót í golfhermum. Þetta var keyrt í samstarfi við GKG sem fór fyrir framkvæmdinni. Það er spennandi að sjá golfíþróttina verða að heilsárssporti með allri þessari flottu inniaðstöðu sem er við að byggja upp.“ Lýðheilsumarkmið GSÍ „Þurfum að kynna betur lýðheilsu rannsóknir sem hreinlega eru til. Við erum að lengja líf fólks, helmingur hreyfingarinnar er 50 ára eða eldri. Sveitafélög þurfa að kynna sér kosti golfíþróttarinnar. Þetta eru samtöl sem við viljum auka og breiða boðskapinn út um hversu öflug þessi almenningsíþrótt er,“ sagði Hulda að endingu. Klippa: Hulda, formaður GSÍ: Landsbyggðin þarfnast stuðnings við útbreiðslu.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira