Ráðherrar hræddir um að salan á Chelsea fari ekki í gegn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2022 07:00 Todd Boehly, verðandi eigandi Chelsea? Visionhaus/Getty Images Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ráðherrar ríkistjórnar Bretlands telji að mögulega muni salan á enska fótboltafélaginu Chelsea ekki ganga í gegn. Chelsea hefur samþykkt tilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Tilboðið hljóðar upp á 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna. Það virðist hins vegar ríkja óvissa innan bresku ríkisstjórnarinnar varðandi það hvar peningurinn sem mun fást fyrir félagið mun enda. Roman Abramovich – núverandi eigandi Chelsea – er að reyna selja félagið eftir að upp komst um tengsl hans og Vladimir Pútin, Rússlandsforseta. Auðjöfurinn gaf út að hann ætlaði sér ekki að rukka Chelsea um þann einn og hálfa milljarð sem hann hefur lánað félaginu síðan hann festi kaup á því. Í staðinn átti það fjármagn að renna til góðgerðamála en hann hefur ekki enn skrifað undir neitt sem staðfestir það. Chelsea fær sem stendur að halda úti starfsemi sinni þökk sé sérstöku leyfi frá ríkisstjórn Bretlands en það leyfi rennur út 31. maí. Það virðist alls óvíst hvort félagið fái áframhaldandi leyfi en Roman vill ekki festa það í stein að ágóði sölu félagsins fari í góðgerðamál. „Helstu tveir punktarnir eru að það er óvíst hver ágóðinn fer og hvaða lagalega staðfesting mun tryggja að peningurinn fari í góð málefni,“ segja heimildir breska ríkisútvarpsins. It is understood any sale would need to be completed by early June when the Premier League meets to grant clubs the licenses needed to compete next season.— BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2022 Þá segir að allt þurfi að vera klappað og klárt snemma í júní þegar forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hittast til að veita félögum keppnisleyfi fyrir komandi tímabil. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Chelsea hefur samþykkt tilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Tilboðið hljóðar upp á 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna. Það virðist hins vegar ríkja óvissa innan bresku ríkisstjórnarinnar varðandi það hvar peningurinn sem mun fást fyrir félagið mun enda. Roman Abramovich – núverandi eigandi Chelsea – er að reyna selja félagið eftir að upp komst um tengsl hans og Vladimir Pútin, Rússlandsforseta. Auðjöfurinn gaf út að hann ætlaði sér ekki að rukka Chelsea um þann einn og hálfa milljarð sem hann hefur lánað félaginu síðan hann festi kaup á því. Í staðinn átti það fjármagn að renna til góðgerðamála en hann hefur ekki enn skrifað undir neitt sem staðfestir það. Chelsea fær sem stendur að halda úti starfsemi sinni þökk sé sérstöku leyfi frá ríkisstjórn Bretlands en það leyfi rennur út 31. maí. Það virðist alls óvíst hvort félagið fái áframhaldandi leyfi en Roman vill ekki festa það í stein að ágóði sölu félagsins fari í góðgerðamál. „Helstu tveir punktarnir eru að það er óvíst hver ágóðinn fer og hvaða lagalega staðfesting mun tryggja að peningurinn fari í góð málefni,“ segja heimildir breska ríkisútvarpsins. It is understood any sale would need to be completed by early June when the Premier League meets to grant clubs the licenses needed to compete next season.— BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2022 Þá segir að allt þurfi að vera klappað og klárt snemma í júní þegar forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hittast til að veita félögum keppnisleyfi fyrir komandi tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira