Ráðherrar hræddir um að salan á Chelsea fari ekki í gegn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2022 07:00 Todd Boehly, verðandi eigandi Chelsea? Visionhaus/Getty Images Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ráðherrar ríkistjórnar Bretlands telji að mögulega muni salan á enska fótboltafélaginu Chelsea ekki ganga í gegn. Chelsea hefur samþykkt tilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Tilboðið hljóðar upp á 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna. Það virðist hins vegar ríkja óvissa innan bresku ríkisstjórnarinnar varðandi það hvar peningurinn sem mun fást fyrir félagið mun enda. Roman Abramovich – núverandi eigandi Chelsea – er að reyna selja félagið eftir að upp komst um tengsl hans og Vladimir Pútin, Rússlandsforseta. Auðjöfurinn gaf út að hann ætlaði sér ekki að rukka Chelsea um þann einn og hálfa milljarð sem hann hefur lánað félaginu síðan hann festi kaup á því. Í staðinn átti það fjármagn að renna til góðgerðamála en hann hefur ekki enn skrifað undir neitt sem staðfestir það. Chelsea fær sem stendur að halda úti starfsemi sinni þökk sé sérstöku leyfi frá ríkisstjórn Bretlands en það leyfi rennur út 31. maí. Það virðist alls óvíst hvort félagið fái áframhaldandi leyfi en Roman vill ekki festa það í stein að ágóði sölu félagsins fari í góðgerðamál. „Helstu tveir punktarnir eru að það er óvíst hver ágóðinn fer og hvaða lagalega staðfesting mun tryggja að peningurinn fari í góð málefni,“ segja heimildir breska ríkisútvarpsins. It is understood any sale would need to be completed by early June when the Premier League meets to grant clubs the licenses needed to compete next season.— BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2022 Þá segir að allt þurfi að vera klappað og klárt snemma í júní þegar forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hittast til að veita félögum keppnisleyfi fyrir komandi tímabil. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Chelsea hefur samþykkt tilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Tilboðið hljóðar upp á 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna. Það virðist hins vegar ríkja óvissa innan bresku ríkisstjórnarinnar varðandi það hvar peningurinn sem mun fást fyrir félagið mun enda. Roman Abramovich – núverandi eigandi Chelsea – er að reyna selja félagið eftir að upp komst um tengsl hans og Vladimir Pútin, Rússlandsforseta. Auðjöfurinn gaf út að hann ætlaði sér ekki að rukka Chelsea um þann einn og hálfa milljarð sem hann hefur lánað félaginu síðan hann festi kaup á því. Í staðinn átti það fjármagn að renna til góðgerðamála en hann hefur ekki enn skrifað undir neitt sem staðfestir það. Chelsea fær sem stendur að halda úti starfsemi sinni þökk sé sérstöku leyfi frá ríkisstjórn Bretlands en það leyfi rennur út 31. maí. Það virðist alls óvíst hvort félagið fái áframhaldandi leyfi en Roman vill ekki festa það í stein að ágóði sölu félagsins fari í góðgerðamál. „Helstu tveir punktarnir eru að það er óvíst hver ágóðinn fer og hvaða lagalega staðfesting mun tryggja að peningurinn fari í góð málefni,“ segja heimildir breska ríkisútvarpsins. It is understood any sale would need to be completed by early June when the Premier League meets to grant clubs the licenses needed to compete next season.— BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2022 Þá segir að allt þurfi að vera klappað og klárt snemma í júní þegar forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hittast til að veita félögum keppnisleyfi fyrir komandi tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira