Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2022 23:22 Lögreglumaður kemur fyrir mynd af John Cheng sem fórnaði lífi sínu til að stöðva byssumanninn í kirkjunni í Laguna Woods. AP/Jae C. Hong Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46