Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir austur og Valskonur á Sauðárkrók

Sindri Sverrisson skrifar
Breiðablik á titil að verja í Mjólkurbikarnum.
Breiðablik á titil að verja í Mjólkurbikarnum. vísir/hulda margrét

Bikarmeistarar Breiðabliks eiga fyrir höndum ferðalag austur á land í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag en leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram helgina 27.-29. maí.

Þetta er fyrsta umferðin þar sem að liðin tíu í efstu deild eru með. Tveir Bestu deildarslagir verða á dagskrá því Selfoss tekur á móti Aftureldingu og Keflavík mætir ÍBV.

Íslandsmeistarar Vals fara norður á Sauðárkrók og mæta Tindastóli sem féll úr efstu deild í fyrra en Valskonur tryggðu sér einmitt titilinn með sigri gegn Tindastóli.

16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna

Tindastóll - Valur

Selfoss - Afturelding

ÍH eða FH - Stjarnan

Þór/KA - Augnablik eða Haukar

ÍA - KR

Þróttur R. - Víkingur R.

Keflavík - ÍBV

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. - Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×