Innlent

L-listinn með þrjá af fimm fulltrúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þann 3. maí 2013 tilkynnti Landsvirkjun Skipulagsstofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar.
Þann 3. maí 2013 tilkynnti Landsvirkjun Skipulagsstofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar. Vísir/Landsvirkjun

Samvinnulistinn, eða L-listinn, var sigursæll í sveitarstjórnarkosningum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á laugardag. Listinn fékk þrjá menn inn í sveitarstjórn af fimm fulltrúum sem þar sitja. 

Á kjörskrá í hreppnum voru 435 og 379 greiddu atkvæði í kosningunum. Af þeim voru tveir seðlar auðir og tveir ógildir. 

  • E-listi Uppbyggingar 117 atkvæði eða 31,2%
  • L-listi Samvinnulistinn 189 atkvæði eða 50,4%
  • U-listi Umhyggju, umhverfis og uppbyggingar 69 atkvæði eða 18,4%

Eftirfarandi fulltrúar komust inn í sveitarstjórn:

  • Haraldur Þór Jónsson (L)
  • Gunnar Örn Marteinsson (E)
  • Vilborg María Ástráðsdóttir (L)
  • Karen Óskarsdóttir (U)
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson (L)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×