Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Sverrir Mar Smárason skrifar 18. maí 2022 19:34 Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig eftir sigurinn á Þór/KA í dag. Diego Strax í upphafi leiks, eftir aðeins nokkrar sekúndur, komst Danielle Marcano í færi eftir góðan sprett. Það gaf fyrirmæli um það hvernig fyrri hálfleikurinn myndi spilast. Heimastúlkur í Þrótti komust yfir strax á 11. mínútu. Katla Tryggvadóttir fékk þá boltann á miðjum vellinum og sá plássið fyrir aftan vörn Þór/KA. Katla sendi boltann beint í hlaupið fyrir Danielle sem lék á Hörpu Jóhannsdóttir, markvörð Þór/KA, og lagði boltann í autt markið. Katla hélt áfram að senda samherja sína í gegn því á 18. mínútu átti hún hælspyrnu á Murphy Agnew sem slapp ein í gegn en lét Hörpu þá verja frá sér. Katla ákvað að gefa Murphy annan séns fjórum mínútum síðar. Aftur fékk hún boltann á miðjum vellinum og sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Þór/KA. Muprhy alein gegn Hörpu og kláraði nú snyrtilega. Heimastúlkur komnar í 2-0 og voru ekki hættar. Á næstu mínútum fékk Murphy tvö önnur góð færi. Fyrst eftir sendingu úr innkasti frá Danielle og síðan eftir góða sendingu frá Sæunni Björnsdóttur. Það var svo fyrirliðinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem kom Þrótti í 3-0 á 28. mínútu. Andrea Rut Bjarnadóttir sendi boltann inn í teiginn úr hornspyrnu og Harpa Jóhannsdóttir, markvörður, sló boltann upp í loftið. Álfhildur reis því næst upp og skallaði boltann í autt markið. Gestirnir vildu meina að brotið væri á Hörpu í aðdragandanum en Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, var ósammála því og því fékk markið að standa. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok fyrri hálfleiks eftir langa og góða sókn. Eftir að vörn Þróttar hafði hreinsað frá nokkrar fyrirgjafir fékk Tiffany Mc Carty loks boltann í teig Þróttar og reyndi skot sem var varið. Margrét Árnadóttir var fyrst á frákastið og þrumaði boltanum í netið. Staðan í hálfleik 3-1 heimastúlkum í vil. Síðari hálfleikur fór mjög rólega af stað. Eiginlega eins og flestir leikir hefjast í upphafi. Þróttarstúlkur þó með yfirhöndina sem fyrr. Þær juku svo við forystu sína eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Þór/KA enn einu sinni á 58. mínútu. Álfhildur Rósa átti þá frábæra stungusendingu á Murphy Adnew sem, líkt og Danielle í fyrsta markinu, fór framhjá Hörpu og skoraði í autt markið. Þróttarar fengu fleiri fín færi til þess að auka forystuna enn frekar og það var svo ekki fyrr en undir lokin sem Þór/KA reyndu að minnka muninn. Leikurinn fjaraði út á endanum og heimastúlkur fóru með góðan 4-1 sigur af hólmi. Af hverju vann Þróttur? Þær sóttu í veikleika Þór/KA. Nýttu sér plássið á bakvið vörnina og svo virðist sem það hafi verið ákveðið og æft í vikunni fyrir leikinn. Gæði leikmanna í sóknarlínu Þróttar voru mikil í dag á sama tíma og vörnin hélt vel. Hverjar voru bestar? Þær eru nokkrar úr liði Þróttar. Katla Tryggvadóttir var frábær í fyrri hálfleik og teiknaði upp færi fyrir samherja sína ítrekað með frábærum sendingum. Hún lagði upp tvö fyrstu mörk Þróttar. Danielle Marcano ógnaði sífellt á bakvið vörnina og átti marga mjög góða spretti. Skoraði fyrsta markið og hefði getað skorað fleiri. Murphy Agnew var frábær í leiknum. Skoraði tvö mörk og fékk færi til þess að gera tvö ef ekki þrjú í viðbót. Frábærar tímasetningar á hlaupum í gegn. Álfhildur Rósa bæði skoraði og lagði upp á sama tíma og hún stöðvaði fjölmargar sóknir Þór/KA. Hvað gerist næst? Þróttur fer upp í 10 stig og jafnar Selfoss að stigum í efsta sæti deildarinnar. Þær fara næst til Keflavíkur mánudaginn 23. maí og spila kl. 19:15 við nýliðana í Keflavík. Þór/KA er áfram með 6 stig í 6. sæti eftir leikinn í dag. Þær fara næst til Vestmannaeyja og spila gegn ÍBV mánudaginn 23. maí kl 18:00. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA
Strax í upphafi leiks, eftir aðeins nokkrar sekúndur, komst Danielle Marcano í færi eftir góðan sprett. Það gaf fyrirmæli um það hvernig fyrri hálfleikurinn myndi spilast. Heimastúlkur í Þrótti komust yfir strax á 11. mínútu. Katla Tryggvadóttir fékk þá boltann á miðjum vellinum og sá plássið fyrir aftan vörn Þór/KA. Katla sendi boltann beint í hlaupið fyrir Danielle sem lék á Hörpu Jóhannsdóttir, markvörð Þór/KA, og lagði boltann í autt markið. Katla hélt áfram að senda samherja sína í gegn því á 18. mínútu átti hún hælspyrnu á Murphy Agnew sem slapp ein í gegn en lét Hörpu þá verja frá sér. Katla ákvað að gefa Murphy annan séns fjórum mínútum síðar. Aftur fékk hún boltann á miðjum vellinum og sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Þór/KA. Muprhy alein gegn Hörpu og kláraði nú snyrtilega. Heimastúlkur komnar í 2-0 og voru ekki hættar. Á næstu mínútum fékk Murphy tvö önnur góð færi. Fyrst eftir sendingu úr innkasti frá Danielle og síðan eftir góða sendingu frá Sæunni Björnsdóttur. Það var svo fyrirliðinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem kom Þrótti í 3-0 á 28. mínútu. Andrea Rut Bjarnadóttir sendi boltann inn í teiginn úr hornspyrnu og Harpa Jóhannsdóttir, markvörður, sló boltann upp í loftið. Álfhildur reis því næst upp og skallaði boltann í autt markið. Gestirnir vildu meina að brotið væri á Hörpu í aðdragandanum en Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, var ósammála því og því fékk markið að standa. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok fyrri hálfleiks eftir langa og góða sókn. Eftir að vörn Þróttar hafði hreinsað frá nokkrar fyrirgjafir fékk Tiffany Mc Carty loks boltann í teig Þróttar og reyndi skot sem var varið. Margrét Árnadóttir var fyrst á frákastið og þrumaði boltanum í netið. Staðan í hálfleik 3-1 heimastúlkum í vil. Síðari hálfleikur fór mjög rólega af stað. Eiginlega eins og flestir leikir hefjast í upphafi. Þróttarstúlkur þó með yfirhöndina sem fyrr. Þær juku svo við forystu sína eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Þór/KA enn einu sinni á 58. mínútu. Álfhildur Rósa átti þá frábæra stungusendingu á Murphy Adnew sem, líkt og Danielle í fyrsta markinu, fór framhjá Hörpu og skoraði í autt markið. Þróttarar fengu fleiri fín færi til þess að auka forystuna enn frekar og það var svo ekki fyrr en undir lokin sem Þór/KA reyndu að minnka muninn. Leikurinn fjaraði út á endanum og heimastúlkur fóru með góðan 4-1 sigur af hólmi. Af hverju vann Þróttur? Þær sóttu í veikleika Þór/KA. Nýttu sér plássið á bakvið vörnina og svo virðist sem það hafi verið ákveðið og æft í vikunni fyrir leikinn. Gæði leikmanna í sóknarlínu Þróttar voru mikil í dag á sama tíma og vörnin hélt vel. Hverjar voru bestar? Þær eru nokkrar úr liði Þróttar. Katla Tryggvadóttir var frábær í fyrri hálfleik og teiknaði upp færi fyrir samherja sína ítrekað með frábærum sendingum. Hún lagði upp tvö fyrstu mörk Þróttar. Danielle Marcano ógnaði sífellt á bakvið vörnina og átti marga mjög góða spretti. Skoraði fyrsta markið og hefði getað skorað fleiri. Murphy Agnew var frábær í leiknum. Skoraði tvö mörk og fékk færi til þess að gera tvö ef ekki þrjú í viðbót. Frábærar tímasetningar á hlaupum í gegn. Álfhildur Rósa bæði skoraði og lagði upp á sama tíma og hún stöðvaði fjölmargar sóknir Þór/KA. Hvað gerist næst? Þróttur fer upp í 10 stig og jafnar Selfoss að stigum í efsta sæti deildarinnar. Þær fara næst til Keflavíkur mánudaginn 23. maí og spila kl. 19:15 við nýliðana í Keflavík. Þór/KA er áfram með 6 stig í 6. sæti eftir leikinn í dag. Þær fara næst til Vestmannaeyja og spila gegn ÍBV mánudaginn 23. maí kl 18:00.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti