Sport

Sunna tryggði Íslandi annan sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland hefur unnið báða leiki sína til þessa í Króatíu en á fyrir höndum leiki við heimakonur á morgun og svo Ástrali á sunnudag.
Ísland hefur unnið báða leiki sína til þessa í Króatíu en á fyrir höndum leiki við heimakonur á morgun og svo Ástrali á sunnudag. iihf.com

Ísland hefur unnið báða leiki sína til þessa á HM kvenna í íshokkí eftir að liðið lagði Tyrkland að velli í Zagreb í dag, 3-2.

Liðin leika í B-riðli 2. deildar og er Ísland með fullt hús stiga eftir að hafa unnið 10-1 sigur gegn Suður-Afríku í fyrsta leik. Næsti leikur Íslands er gegn heimakonum á laugardaginn og lokaleikurinn gegn Áströlum á sunnudag.

Eftir risasigurinn gegn Suður-Afríku var spennan hins vegar mikil í leiknum við Tyrki í dag. Ísland komst í 1-0 í fyrsta leikhluta með marki Ragnhildar Kjartansdóttur og Sigrún Árnadóttir bætti við marki snemma í öðrum leikhluta. 

Betul Taygar náði hins vegar að jafna metin fyrir Tyrki með tveimur mörkum og allt var því jafnt fyrir þriðja og síðasta leikhlutann. 

Þar skoraði Sunna Björgvinsdóttir sigurmarkið, eftir undirbúning Silvíu Björgvinsdóttur og Herborgar Geirsdóttur, og þrátt fyrir að missa í tvígang leikmann í refsiboxið áður en leiknum lauk fagnaði Ísland kærkomnum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×