Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 17:30 ASÍ er meðal þeirra fjórtán samtaka sem sendu frá sér yfirlýsinguna. Vísir/Baldur Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur nýlega óskað eftir umsögnum um frumvarpið. Núverandi frumvarp er í meginatriðum það sama og áður hefur verið birt til umsagnar í Samráðsgátt. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins hafa umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum lýst yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni frumvarpsins. Í yfirlýsingunni er tekið fram að mikilvægt sé að lagabreytingar sem þessar verði unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Hins vegar hafi við vinnslu núverandi frumvarps lítið verið horft til þess. Fyrra frumvarp heppnaðist vel vegna samráðs Samkvæmt yfirlýsingunni fólu lög um útlendinga, sem tóku gildi í upphafi árs 2017, í sér miklar réttarbætur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd enda hafi þau verið unnin í þverfaglegu samráði við hin ýmsu hagsmunasamtök og stofnanir. Núverandi frumvarp hefur hins vegar verið gagnrýnt nokkuð vegna skorts á mannúðarsjónarmiðum sem hafi þurft að víkja fyrir skilvirkni. Þessi yfirlýsing félaganna bætist því ofan á urmul gagnrýnisradda sem heyrst hafa síðan málið var sett á dagskrá. Í fyrstu umræðu Alþingis um frumvarpið kom fram að mikil vinna væri fyrir höndum fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og að frumvarpið þyrfti að skoða afar vel og jafnvel kalla til sérfræðinga ef þörf er á. „Við viljum því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu benda á að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð teljum við rétt að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að stíga skref til baka, dýpka samtalið og samráðið og þannig ná faglegri sátt líkt og áður hefur tekist“ segir að lokum í yfirlýsingunni frá samtökunum. Innflytjendamál Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur nýlega óskað eftir umsögnum um frumvarpið. Núverandi frumvarp er í meginatriðum það sama og áður hefur verið birt til umsagnar í Samráðsgátt. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins hafa umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum lýst yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni frumvarpsins. Í yfirlýsingunni er tekið fram að mikilvægt sé að lagabreytingar sem þessar verði unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Hins vegar hafi við vinnslu núverandi frumvarps lítið verið horft til þess. Fyrra frumvarp heppnaðist vel vegna samráðs Samkvæmt yfirlýsingunni fólu lög um útlendinga, sem tóku gildi í upphafi árs 2017, í sér miklar réttarbætur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd enda hafi þau verið unnin í þverfaglegu samráði við hin ýmsu hagsmunasamtök og stofnanir. Núverandi frumvarp hefur hins vegar verið gagnrýnt nokkuð vegna skorts á mannúðarsjónarmiðum sem hafi þurft að víkja fyrir skilvirkni. Þessi yfirlýsing félaganna bætist því ofan á urmul gagnrýnisradda sem heyrst hafa síðan málið var sett á dagskrá. Í fyrstu umræðu Alþingis um frumvarpið kom fram að mikil vinna væri fyrir höndum fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og að frumvarpið þyrfti að skoða afar vel og jafnvel kalla til sérfræðinga ef þörf er á. „Við viljum því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu benda á að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð teljum við rétt að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að stíga skref til baka, dýpka samtalið og samráðið og þannig ná faglegri sátt líkt og áður hefur tekist“ segir að lokum í yfirlýsingunni frá samtökunum.
Innflytjendamál Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira