Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2022 19:37 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar telur líklegt að hreyfing komist á meirihlutaviðræður í borginni á morgun eða strax eftir helgi. Stöð 2/Sigurjón Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru. Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent