Íslenski boltinn

Arndís á von á barni og verður ekki meira með Keflavík í sumar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir verður ekki meira með Keflvíkingum á þessu tímabili þar sem hún á von á barni.
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir verður ekki meira með Keflvíkingum á þessu tímabili þar sem hún á von á barni. KSÍ

Keflvíkingar verða án Arndísar Snjólaugar Ingvarsdóttur það sem eftir er af tímabili í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Arndís á von á barni og leikur því ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Þetta staðfesti Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, í viðtali fyrir leik liðsins gegn Selfyssingum í kvöld. Gunnar var þá spurður hvort að ástæðan fyrir því að Arndís væri ekki í hóp væri sú að hún væri meidd. Gunnar svaraði því þó með þeim gleðitíðindum að Arndís ætti von á barni.

Arndís spilaði alla fjóra leiki Keflavíkur í upphafi tímabils, en verður nú ekki meira með liðinu. Keflvíkingar byrjuðu mótið vel og unnu fyrstu tvo leiki sína, en liðið hefur ekki náð að fylgja þeirri góðu byrjun eftir og tapaði næstu tveimur áður en liðið sótti stig á Selfoss í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×