Lífið

ER- og West Wing-stjarnan John Aylward er látin

Atli Ísleifsson skrifar
John Aylward fór með hlutverk Dr Donald Anspaugh á spítalanum í þáttunum Bráðavaktinni (ER).
John Aylward fór með hlutverk Dr Donald Anspaugh á spítalanum í þáttunum Bráðavaktinni (ER). Getty

Bandaríski leikarinn John Aylward, sem gerði garðinn frægan meðal annars í þáttunum West Wing og Bráðavaktinni (ER), er látinn, 75 ára að aldri.

Í frétt Sky News segir að leikarinn, sem fæddist í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna, hafi einnig birst í röð vinsælla sjónvarpsþátta líkt og 3rd Rock From The Sun, Ally McBeal, The X-Files, Northern Exposure, Nip Tuck og Law & Order.

Aylward útskrifaðist úr leiklistarskóla í Washington-ríki árið 1970 og lék til að byrja með mikið í leikhúsi. Hlutverkum í sjónvarpsþáttum fór svo fjölgandi á tíunda áratugnum.

Árið 1996 var hann svo ráðinn í hlutverk hins háttsetta Dr Donald Anspaugh á spítalanum í þriðju þáttatöð Bráðavaktarinnar (e. ER), en hann birtist í hlutverkinu í flestum þáttaröðum þáttanna eftir það. Alls birtist hann í sjötíu þáttum Bráðavaktarinnar, síðast árið 2008 í síðustu þáttaröðinni sem framleidd var.

Þá fór hann með hlutverk Barry Goodwin, formanns Demókrataflokksins, í sjöundu og síðustu þáttaröð West Wing.

Auk þess að fara með hlutverk í miklum fjölda sjónvarpsþátta fór hann einnig með hlutverk í kvikmyndum á borð við Teenage Mutant Ninja Turtles III, Armageddon og Down With Love.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.