Miklar lækkanir í Kauphöll ekki í samræmi við raunveruleikann Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2022 11:18 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Vísir Miklar verðlækkanir hafa sést í Kauphöllinni frá því í byrjun maí samhliða lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinandi furðar sig á þessari þróun og segir engar forsendur vera fyrir álíka lækkunum hér í ljósi þess að horfur séu mun betri á flesta mælikvarða. OMXI10 úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði lækkað um 12,24% við lok markaða í gær en til samanburðar hefur bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkað um 11,11%. Á sama tíma hefur hin breska FTSE 100-vísitala lækkað um 2,45%, Euronext 100 um 3,30% og hin þýska DAX um 1,47%. Öll félög aðalmarkaðar Kauphallarinnar voru rauð við lokun í gær og fyrradag. „Það sem er að gerast í Evrópu er að menn eru sjá fram á samdrátt í landsframleiðslu eða það hægi mjög mikið vergri landsframleiðslu, öfugt við það sem gerist hér,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Þrátt fyrir þetta hafi sést sömu eða jafnvel ívið meiri lækkanir á mörkuðum hér á landi en hann bætir við að ákveðin hjarðhegðun skýri hluta þróunarinnar. Þróun hinnar íslensku OMXI10-úrvalsvísitölu síðustu sex mánuði. Keldan Olíuverð hafi ekki jafn mikil áhrif hér „Markaðurinn hér heima er að sveiflast með þessum erlendu mörkuðum þó staðan hér sé allt önnur og í raun eftirsóknarverð eins og einn erlendur greinandi lýsti því,“ segir Snorri. Víða erlendis sé ekki bara útlit fyrir minni hagvöxt eða jafnvel samdrátt heldur stýrivaxtahækkanir á sama tíma. „Málið er að við erum fyrst og fremst hrávöruútflytjendur og erum lítið sem ekkert háð olíu. Þó bensínveðrið hérna hækki og það tekur aðeins í pyngjuna veldur það kannski ekki jafn dramatískum áhrifum og þar sem húshitun og rafmagn er allt tengt olíuverði. Svo áhrifin hér af þessu olíuverði eru bara svo miklu miklu minni heldur en erlendis.“ Þess fyrir utan hafi ferðaþjónustan á Íslandi tekið gríðarlega vel við sér að undanförnu, sterkara gengi krónunnar dregið úr áhrifum verðbólgunnar og Landsvirkjun skilað tæplega fimmtán milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Snorri á von á því að krónan komi jafnvel til með að styrkjast enn frekar á næstunni. Rauðir dagar eru að baki í Kauphöllinni.VÍSIR/VILHELM Auknar sveiflur með fjölgun lítilla fjárfesta „Hér á landi er útlit fyrir mjög kröftugan hagvöxt sem er drifinn áfram að miklum vexti í ferðaþjónustu og háu hrávöruverði þar sem verð á áli og fiski er í hæstu hæðum,“ segir Snorri. Seðlabankinn spái 4,6% hagvexti í ár sem sé gríðarlega öflugur vöxtur og allt önnur staða en víðast hvar annars staðar. „Það er svolítið sérstakt að menn séu að setja samasemmerki milli markaðarins hér og erlendis,“ segir Snorri Hann telur að það hafi mögulega áhrif hér líkt og erlendis að fjöldi lítilla fjárfesta hafi aukist á síðustu árum sem geti ýtt undir auknar sveiflur á mörkuðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur sömuleiðis lækkað meira en sambærilegar vísitölur á Norðurlöndunum.Keldan Fáar leiðir til að fá raunávöxtun Snorra þykir líklegt að markaðurinn hér á landi eigi eftir að rétta sig af, sérstaklega í ljósi þess að lítið sé um vænlega kosti þegar kemur að því að ávaxta fjármagn í núverandi umhverfi þar sem neikvæðir raunvextir séu á bankareikningum og lágir vextir á skuldabréfamörkuðum. „Ef þú ætlar að fá einhverja raunávöxtun þá eru fáir aðrir staðir heldur en hlutabréfamarkaðurinn. Svo virðist fasteignamarkaðurinn hækka sama hvað og óháð öllu öðru,“ segir Snorri að lokum. Kauphöllin Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
OMXI10 úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði lækkað um 12,24% við lok markaða í gær en til samanburðar hefur bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkað um 11,11%. Á sama tíma hefur hin breska FTSE 100-vísitala lækkað um 2,45%, Euronext 100 um 3,30% og hin þýska DAX um 1,47%. Öll félög aðalmarkaðar Kauphallarinnar voru rauð við lokun í gær og fyrradag. „Það sem er að gerast í Evrópu er að menn eru sjá fram á samdrátt í landsframleiðslu eða það hægi mjög mikið vergri landsframleiðslu, öfugt við það sem gerist hér,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Þrátt fyrir þetta hafi sést sömu eða jafnvel ívið meiri lækkanir á mörkuðum hér á landi en hann bætir við að ákveðin hjarðhegðun skýri hluta þróunarinnar. Þróun hinnar íslensku OMXI10-úrvalsvísitölu síðustu sex mánuði. Keldan Olíuverð hafi ekki jafn mikil áhrif hér „Markaðurinn hér heima er að sveiflast með þessum erlendu mörkuðum þó staðan hér sé allt önnur og í raun eftirsóknarverð eins og einn erlendur greinandi lýsti því,“ segir Snorri. Víða erlendis sé ekki bara útlit fyrir minni hagvöxt eða jafnvel samdrátt heldur stýrivaxtahækkanir á sama tíma. „Málið er að við erum fyrst og fremst hrávöruútflytjendur og erum lítið sem ekkert háð olíu. Þó bensínveðrið hérna hækki og það tekur aðeins í pyngjuna veldur það kannski ekki jafn dramatískum áhrifum og þar sem húshitun og rafmagn er allt tengt olíuverði. Svo áhrifin hér af þessu olíuverði eru bara svo miklu miklu minni heldur en erlendis.“ Þess fyrir utan hafi ferðaþjónustan á Íslandi tekið gríðarlega vel við sér að undanförnu, sterkara gengi krónunnar dregið úr áhrifum verðbólgunnar og Landsvirkjun skilað tæplega fimmtán milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Snorri á von á því að krónan komi jafnvel til með að styrkjast enn frekar á næstunni. Rauðir dagar eru að baki í Kauphöllinni.VÍSIR/VILHELM Auknar sveiflur með fjölgun lítilla fjárfesta „Hér á landi er útlit fyrir mjög kröftugan hagvöxt sem er drifinn áfram að miklum vexti í ferðaþjónustu og háu hrávöruverði þar sem verð á áli og fiski er í hæstu hæðum,“ segir Snorri. Seðlabankinn spái 4,6% hagvexti í ár sem sé gríðarlega öflugur vöxtur og allt önnur staða en víðast hvar annars staðar. „Það er svolítið sérstakt að menn séu að setja samasemmerki milli markaðarins hér og erlendis,“ segir Snorri Hann telur að það hafi mögulega áhrif hér líkt og erlendis að fjöldi lítilla fjárfesta hafi aukist á síðustu árum sem geti ýtt undir auknar sveiflur á mörkuðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur sömuleiðis lækkað meira en sambærilegar vísitölur á Norðurlöndunum.Keldan Fáar leiðir til að fá raunávöxtun Snorra þykir líklegt að markaðurinn hér á landi eigi eftir að rétta sig af, sérstaklega í ljósi þess að lítið sé um vænlega kosti þegar kemur að því að ávaxta fjármagn í núverandi umhverfi þar sem neikvæðir raunvextir séu á bankareikningum og lágir vextir á skuldabréfamörkuðum. „Ef þú ætlar að fá einhverja raunávöxtun þá eru fáir aðrir staðir heldur en hlutabréfamarkaðurinn. Svo virðist fasteignamarkaðurinn hækka sama hvað og óháð öllu öðru,“ segir Snorri að lokum.
Kauphöllin Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira