„Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2022 14:27 Eitt af fyrstu verkum Hildar Sverrisdóttur á Alþingi var að smíða frumvarp til að auka frelsi í lagaramma tæknifrjóvgana. Samsett Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun. Frumvarpið felur aðallega í sér tvær breytingar á framkvæmd tæknifrjóvgunar. Annars vegar er lagt til að gjöf fósturvísa verði heimil. „Í dag má gefa egg og sæði en ekki tilbúinn fósturvísi, sem gagnvart þeim sem það þurfa er algjört gull í því samhengi. Hitt er að frumvarpinu er ætlað að útmá þá kröfu sem ríkið gerir í dag um sambúðarform, þ.e. að þurfa að vera giftur eða í staðfestri sambúð, til að mega fara í tæknifrjóvgun.“ Þetta sagði Hildur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið á að auka tækifæri fólks en ekki öfugt Hildur tekur einnig sem dæmi par sem búið er að reyna í mörg ár að eignast barn og á fósturvísa en ákveður að vilja ekki vera par lengur. Vilji þetta par samt sem áður nota fósturvísana og eignast barn, þá er lagt blátt bann við því. „Ég tala nú ekki um samkynja par, tvær konur sem nota sitt hvort eggið og eiga þar með fósturvísa hvort um sig. Segjum ef þær myndu skilja og gera samkomulag sín á milli um að vilja hvor um sig taka sitt egg, sinn fósturvísi, þá má það heldur ekki í dag. Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt.“ Ekki megi þó selja fósturvísana í ágóðaskyni og er það tekið fram í frumvarpinu. Þá gilda sömu reglur um gjöf fósturvísa og gilda um gjafaegg í núgildandi löggjöf. Þannig getur barn, sem verður til vegna fósturvísagjafar, er það nær 18 ára aldri óskað eftir aðgangi að upplýsingum um nafn gjafans. Þetta á þó einungis við ef gjafi hefur ekki óskað eftir nafnleynd. Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Fordómar liggja að baki núverandi löggjöf Hildur segist hafa lagst í talsverða rannsóknarvinnu við gerð frumvarpsins en engin rök fundið fyrir núverandi tilhögun lagaumgjörðar fósturvísa. „Auðvitað er þetta framandi fyrir marga og það er ekki ýkja langt síðan við vorum skeptísk gagnvart samkynhneigðum og þeirra barneignum, en nú er öldin önnur." Þannig telur Hildur slíkan ótta hafa hægt á ferlinu almennt og flækt það. „Sé passað upp á öll réttindi gagnvart barninu þá sé ég engan eðlismun á þessum barneignum og öðrum. Í raun er þetta einföld lagabreyting sem mun skipta marga miklu og vera algjör lykilbreyta gagnvart þeim sem þetta varðar.“ Þekkir þessi mál af eigin raun Hildur hefur sjálf verið í þessari stöðu og gert sér grein fyrir ýmsum vanköntum í tæknifrjóvgunarferlinu. „Við það að rýna í þennan heim hnaut ég um ýmis atriði sem betur mætti fara. Í fyrsta lagi þessi atriði sem ég er að laga í þessu frumvarpi, einnig reglur um ættleiðingar sem mætti færa betur inn í samtímann. Varðandi kostnaðarþátttöku ríkisins er hið opinbera alltaf að meta hvenær í ferlinu best sé að koma til móts við fólk og sú vinna er alltaf í gangi.“ Samstaða flokkanna falleg skilaboð Að baki frumvarpsins standa þingmenn úr öllum flokkum þingsins sem Hildur segir falleg skilaboð. „Ég lagði svolítið á mig til að hafa þetta þannig. Þetta þýðir þó ekki að allir þingmenn séu skuldbundnir til að samþykkja frumvarpið en ég hef enn ekki fengið að heyra neikvæðar raddir hingað til.“ Alþingi Réttindi barna Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Frjósemi Bítið Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Frumvarpið felur aðallega í sér tvær breytingar á framkvæmd tæknifrjóvgunar. Annars vegar er lagt til að gjöf fósturvísa verði heimil. „Í dag má gefa egg og sæði en ekki tilbúinn fósturvísi, sem gagnvart þeim sem það þurfa er algjört gull í því samhengi. Hitt er að frumvarpinu er ætlað að útmá þá kröfu sem ríkið gerir í dag um sambúðarform, þ.e. að þurfa að vera giftur eða í staðfestri sambúð, til að mega fara í tæknifrjóvgun.“ Þetta sagði Hildur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið á að auka tækifæri fólks en ekki öfugt Hildur tekur einnig sem dæmi par sem búið er að reyna í mörg ár að eignast barn og á fósturvísa en ákveður að vilja ekki vera par lengur. Vilji þetta par samt sem áður nota fósturvísana og eignast barn, þá er lagt blátt bann við því. „Ég tala nú ekki um samkynja par, tvær konur sem nota sitt hvort eggið og eiga þar með fósturvísa hvort um sig. Segjum ef þær myndu skilja og gera samkomulag sín á milli um að vilja hvor um sig taka sitt egg, sinn fósturvísi, þá má það heldur ekki í dag. Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt.“ Ekki megi þó selja fósturvísana í ágóðaskyni og er það tekið fram í frumvarpinu. Þá gilda sömu reglur um gjöf fósturvísa og gilda um gjafaegg í núgildandi löggjöf. Þannig getur barn, sem verður til vegna fósturvísagjafar, er það nær 18 ára aldri óskað eftir aðgangi að upplýsingum um nafn gjafans. Þetta á þó einungis við ef gjafi hefur ekki óskað eftir nafnleynd. Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Fordómar liggja að baki núverandi löggjöf Hildur segist hafa lagst í talsverða rannsóknarvinnu við gerð frumvarpsins en engin rök fundið fyrir núverandi tilhögun lagaumgjörðar fósturvísa. „Auðvitað er þetta framandi fyrir marga og það er ekki ýkja langt síðan við vorum skeptísk gagnvart samkynhneigðum og þeirra barneignum, en nú er öldin önnur." Þannig telur Hildur slíkan ótta hafa hægt á ferlinu almennt og flækt það. „Sé passað upp á öll réttindi gagnvart barninu þá sé ég engan eðlismun á þessum barneignum og öðrum. Í raun er þetta einföld lagabreyting sem mun skipta marga miklu og vera algjör lykilbreyta gagnvart þeim sem þetta varðar.“ Þekkir þessi mál af eigin raun Hildur hefur sjálf verið í þessari stöðu og gert sér grein fyrir ýmsum vanköntum í tæknifrjóvgunarferlinu. „Við það að rýna í þennan heim hnaut ég um ýmis atriði sem betur mætti fara. Í fyrsta lagi þessi atriði sem ég er að laga í þessu frumvarpi, einnig reglur um ættleiðingar sem mætti færa betur inn í samtímann. Varðandi kostnaðarþátttöku ríkisins er hið opinbera alltaf að meta hvenær í ferlinu best sé að koma til móts við fólk og sú vinna er alltaf í gangi.“ Samstaða flokkanna falleg skilaboð Að baki frumvarpsins standa þingmenn úr öllum flokkum þingsins sem Hildur segir falleg skilaboð. „Ég lagði svolítið á mig til að hafa þetta þannig. Þetta þýðir þó ekki að allir þingmenn séu skuldbundnir til að samþykkja frumvarpið en ég hef enn ekki fengið að heyra neikvæðar raddir hingað til.“
Alþingi Réttindi barna Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Frjósemi Bítið Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira