Nota húmor til að vekja athygli á litla Íslandi: „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 20:00 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir að um frekar nýstárlega hugmynd hafi verið að ræða. Vísir/Samsett Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
„Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira