Nota húmor til að vekja athygli á litla Íslandi: „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 20:00 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir að um frekar nýstárlega hugmynd hafi verið að ræða. Vísir/Samsett Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira