Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 13:09 Blikur eru á lofti á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. Þetta kom fram í máli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings BSRB, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar var hún ásamt Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, til að ræða stöðuna sem nú er uppi á húsnæðismarkaði, hvar verð heldur áfram að hækka. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur hjá BSRB. „Það eru ekki allir sammála um hvernig eigi að fara að þessu en við töldum að með þessari vinnu höfum við náð áfangasigri, af því að þar er kveðið á um rammasamkomulag ríkis og sveitarfélaga sem þýðir í raun og veru að það eigi að búa til eina húsnæðisáætlun fyrir landið,“ segir Sigríður Ingibjörg. Samkomulagið feli í sér grundvallarbreytingu, þar sem með því séu ríki og sveitarfélög að viðurkenna lögbundna skyldu sína til að tryggja íbúðir í samræmi við þörf í landinu. „Það er búið að meta þurfi fjögur þúsund íbúðir. Það þarf auðvitað að endurskoða það mat mjög reglulega því þetta er svo mikill tilflutningur á fólki til landsins, bæði til að vinna, ferðamenn og svo líka flóttafólk.“ Stefnumarkandi ákvörðun en leysir ekki vandann í hvelli Sigríður Ingibjörg segir að stefnt sé að því að fimm prósent þeirra 4.000 íbúða sem byggðar verði á ári verði innan félagslega kerfisins, í umsjá sveitarfélaganna. Þá verði 30 prósent húsnæðis með opinberum stuðningi. Hún segir hið opinbera með þessu hafa gefið yfirlýsingu um að meiri ábyrgð verði tekin á þróun húsnæðismarkaðarins. Þá felist í þessu viðurkenning á að frjálsi markaðurinn leysi ekki allan vanda sem uppi hefur verið í húsnæðismálum. „Þetta er stefnumarkandi ákvörðun sem skiptir máli en vandinn er að hún er auðvitað ekki „quick fix“ fyrir þá stöðu sem við erum í dag,“ segir Sigríður Ingibjörg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SA, segir það ekki nýjar f Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök Iðnaðarins réttir að ríkið þurfi að taka ábyrgð á húsnæðismarkaði. Hann telur þó að aðstæður á höfuðborgarsvæðinu séu þannig að ekki þurfa að grípa inn í. „Staðan er bara svo ólík um landið og hérna á höfuðborgarsvæðinu þar sem er náttúrlega fjölmennast, þar eru aðstæður til staðar þannig að markaðurinn á að geta leyst úr málum. Hérna eru verktakafyrirtæki, ef þau fá lóðir þá byggja þau upp og sveitarfélögin hafa mikið um það að segja í gegnum skipulagið hvar er byggt og hvernig íbúðir. En úti á landi, til dæmis, þar vantar mikið af íbúðum. Það er farið að hamla atvinnuuppbyggingu, til dæmis eins og á Austurlandi. Þar eru ekki nægar íbúðir, þannig að fyrirtækin geta ráðið fólk en fólkið getur ekki flutt á svæðið. Þar til dæmis þarf einhvers konar inngrip,“ segir Sigurður. Sigurður segir það gleðiefni að stjórnvöld séu að taka við sér hvað þetta varðar, og bendir á að SI hafi fagnað því þegar innviðaráðuneytinu var komið á fót. „Það er mjög gott að sjá að það skuli strax hafa þau áhrif að ráðherra málaflokksins og náttúrlega ríkisstjórnin skuli taka boltann og setja af stað átakshópinn með aðilum vinnumarkaðarins og reyna að ná sátt um málið,“ segir hann. Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við þau Sigríði og Sigurð í spilaranum hér að ofan. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings BSRB, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar var hún ásamt Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, til að ræða stöðuna sem nú er uppi á húsnæðismarkaði, hvar verð heldur áfram að hækka. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur hjá BSRB. „Það eru ekki allir sammála um hvernig eigi að fara að þessu en við töldum að með þessari vinnu höfum við náð áfangasigri, af því að þar er kveðið á um rammasamkomulag ríkis og sveitarfélaga sem þýðir í raun og veru að það eigi að búa til eina húsnæðisáætlun fyrir landið,“ segir Sigríður Ingibjörg. Samkomulagið feli í sér grundvallarbreytingu, þar sem með því séu ríki og sveitarfélög að viðurkenna lögbundna skyldu sína til að tryggja íbúðir í samræmi við þörf í landinu. „Það er búið að meta þurfi fjögur þúsund íbúðir. Það þarf auðvitað að endurskoða það mat mjög reglulega því þetta er svo mikill tilflutningur á fólki til landsins, bæði til að vinna, ferðamenn og svo líka flóttafólk.“ Stefnumarkandi ákvörðun en leysir ekki vandann í hvelli Sigríður Ingibjörg segir að stefnt sé að því að fimm prósent þeirra 4.000 íbúða sem byggðar verði á ári verði innan félagslega kerfisins, í umsjá sveitarfélaganna. Þá verði 30 prósent húsnæðis með opinberum stuðningi. Hún segir hið opinbera með þessu hafa gefið yfirlýsingu um að meiri ábyrgð verði tekin á þróun húsnæðismarkaðarins. Þá felist í þessu viðurkenning á að frjálsi markaðurinn leysi ekki allan vanda sem uppi hefur verið í húsnæðismálum. „Þetta er stefnumarkandi ákvörðun sem skiptir máli en vandinn er að hún er auðvitað ekki „quick fix“ fyrir þá stöðu sem við erum í dag,“ segir Sigríður Ingibjörg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SA, segir það ekki nýjar f Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök Iðnaðarins réttir að ríkið þurfi að taka ábyrgð á húsnæðismarkaði. Hann telur þó að aðstæður á höfuðborgarsvæðinu séu þannig að ekki þurfa að grípa inn í. „Staðan er bara svo ólík um landið og hérna á höfuðborgarsvæðinu þar sem er náttúrlega fjölmennast, þar eru aðstæður til staðar þannig að markaðurinn á að geta leyst úr málum. Hérna eru verktakafyrirtæki, ef þau fá lóðir þá byggja þau upp og sveitarfélögin hafa mikið um það að segja í gegnum skipulagið hvar er byggt og hvernig íbúðir. En úti á landi, til dæmis, þar vantar mikið af íbúðum. Það er farið að hamla atvinnuuppbyggingu, til dæmis eins og á Austurlandi. Þar eru ekki nægar íbúðir, þannig að fyrirtækin geta ráðið fólk en fólkið getur ekki flutt á svæðið. Þar til dæmis þarf einhvers konar inngrip,“ segir Sigurður. Sigurður segir það gleðiefni að stjórnvöld séu að taka við sér hvað þetta varðar, og bendir á að SI hafi fagnað því þegar innviðaráðuneytinu var komið á fót. „Það er mjög gott að sjá að það skuli strax hafa þau áhrif að ráðherra málaflokksins og náttúrlega ríkisstjórnin skuli taka boltann og setja af stað átakshópinn með aðilum vinnumarkaðarins og reyna að ná sátt um málið,“ segir hann. Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við þau Sigríði og Sigurð í spilaranum hér að ofan.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Sjá meira