Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2022 19:32 Sindri í leik með Keflavík. Vísir/Vilhelm „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“ Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Sjá meira
Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“
Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti