Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2022 19:32 Sindri í leik með Keflavík. Vísir/Vilhelm „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“ Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“
Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira