Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2022 09:34 60 sm sílableikja sem veiddist í Þingvallavatni Mynd: KL Þingvallavatn er vel sótt af veiðimönnum yfir sumarið en besti tíminn hefur yfirleitt verið frá maílokum og inn í júlí. Það er yfirleitt talað um að veiðin á bleikjunni fari ekki í gang fyrr en brumið er komið á trén við vatnið og nú er það komið vel á veg. Við erum þegar farin að fá fréttir frá veiðimönnum sem hafa verið að geta ágætis veiði þjóðgarðsmegin við vatnið og það sem meira er að það er töluvert af vænni bleikju sem er að veiðast. Stærsta bleikjan sem við höfum heyrt af var hvorki meira né minna en 2,8 kíló og var sleppt aftur eftir hörku viðieign. Veiðimaðurinn bað okkur góðfúslega um að birta ekki mynd sem við sáum á Facebook hjá honum eða gefa nákvæma staðsetningu því það væri áskrift á hópmætingu næstu morgna og þá væri friðurinn úti, við virðum það. Það skal engu að síður vera sagt að yfirleitt er þetta þannig þjóðgarðsmegin að bleikjan veiðist vel víða á svæðinu þó svo best veiðin sé vestast og færist rólega austur eftir því sem líður á tímabilið. Lykilatriði í góðu gengi í bleikjunni er að veiða með langa tauma og draga löturhægt inn. Vertu tilbúin með nóg af aukaflugum því eins og vanir menn þekkja við vatnið missir maður alltaf nokkrar flugur í botninn á góðum degi. Stangveiði Þingvellir Mest lesið Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Lax í Elliðaám Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Veiði Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði
Það er yfirleitt talað um að veiðin á bleikjunni fari ekki í gang fyrr en brumið er komið á trén við vatnið og nú er það komið vel á veg. Við erum þegar farin að fá fréttir frá veiðimönnum sem hafa verið að geta ágætis veiði þjóðgarðsmegin við vatnið og það sem meira er að það er töluvert af vænni bleikju sem er að veiðast. Stærsta bleikjan sem við höfum heyrt af var hvorki meira né minna en 2,8 kíló og var sleppt aftur eftir hörku viðieign. Veiðimaðurinn bað okkur góðfúslega um að birta ekki mynd sem við sáum á Facebook hjá honum eða gefa nákvæma staðsetningu því það væri áskrift á hópmætingu næstu morgna og þá væri friðurinn úti, við virðum það. Það skal engu að síður vera sagt að yfirleitt er þetta þannig þjóðgarðsmegin að bleikjan veiðist vel víða á svæðinu þó svo best veiðin sé vestast og færist rólega austur eftir því sem líður á tímabilið. Lykilatriði í góðu gengi í bleikjunni er að veiða með langa tauma og draga löturhægt inn. Vertu tilbúin með nóg af aukaflugum því eins og vanir menn þekkja við vatnið missir maður alltaf nokkrar flugur í botninn á góðum degi.
Stangveiði Þingvellir Mest lesið Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Lax í Elliðaám Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Veiði Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði