Enski boltinn

Carvalho verður leikmaður Liverpool frá 1. júlí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Carvalho fagnar marki Fulham á móti Luton Town á Craven Cottage.
Fabio Carvalho fagnar marki Fulham á móti Luton Town á Craven Cottage. Getty/Clive Rose/

Liverpool staðfesti á miðlum sínum í morgun að ungstirnið Fabio Carvalho gangi til liðs við félagið 1. júlí næstkomandi.

Félagsskipti Fabio til Liverpool hafa lengi legið í loftinu og voru nærri því gengin í gegn í janúarglugganum. Fljótlega varð ljóst að leikmaðurinn myndi fara til Bítlaborgarinnar í sumar og nú er það sem sagt staðfest.

Carvalho er nítján ára gamall framherji og spilaði stórt hlutverk hjá Fulham þegar liðið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Carvalho var með tíu mörk og átta stoðsendingar í 36 deildarleikjum í vetur en hafði komið fjórum sinnum við sögu í ensku úrvalsdeildinni árið áður.

Fabio Carvalho er fæddur nálægt Lissabon í Portúgal en lék fyrst með unglingalandsliðum Englands. Hann spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik með 21 árs landsliðið Portúgals í mars á þessu ári.

Carvalho kom upp um unglingastarfið hjá Fulham en skrifar nú undir fimm ára samning við Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×