Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 11:20 Stjörnustríðsaðdáandi þurrkar af eftirlíkingu af X-vængju fyrir ráðstefnu í Þýskalandi. Vísir/Getty Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. Það var George Lucas, skapari Stjörnustríðs, sem fékk Cantwell til að hann og smíða frumgerðir að Helstirninu, X-vængjunni, TIE-orrustuflaugunum og stjörnuspillum keisaraveldisins fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina sem kom út árið 1977. Cantwell hannaði einnig fyrstu útgáfuna af Þúsaldarfálkanum, fráasta geimfarsins í Stjörnustríðsheiminum. Cantwell var menntaður í teiknimyndagerð en lærði einnig arkítektúr. Hann starfaði meðal annars hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Þrýstihreyfilstilraunastofuna (JPL) þar sem hann tók þátt í að fræða almenning um geimferðir í kapphlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á 7. áratug síðustu aldar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Colin Cantwell was the concept artist who's most famously known for his iconic designs of various Star Wars ships including the X-Wing, TIE fighter, and Death Star, passed away on Saturday, May 21st. He was 90 years old. pic.twitter.com/yhTOwPdCWV— IGN (@IGN) May 22, 2022 Þegar Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins í fyrsta skipti árið 1969 vann Cantwell með Walter Conkite, goðsagnarkennda sjónvarpsfréttamanninum og tengdi hann við tunglfarana. Hæfileikar Cantwell nýttust vel í Hollywood. Fyrsta kvikmyndin sem hann kom nálægt var 2001 Kubrick árið 1968 og vann hann meðal annars við tæknibrellur fyrir frægt opnunaratriði í geimnum. Síðar vann Cantwell með Steven Spielberg að Nánum kynnum við þriðju tegundina og skrifaði tvær vísindaskáldsögur. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Star Wars Andlát Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Það var George Lucas, skapari Stjörnustríðs, sem fékk Cantwell til að hann og smíða frumgerðir að Helstirninu, X-vængjunni, TIE-orrustuflaugunum og stjörnuspillum keisaraveldisins fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina sem kom út árið 1977. Cantwell hannaði einnig fyrstu útgáfuna af Þúsaldarfálkanum, fráasta geimfarsins í Stjörnustríðsheiminum. Cantwell var menntaður í teiknimyndagerð en lærði einnig arkítektúr. Hann starfaði meðal annars hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Þrýstihreyfilstilraunastofuna (JPL) þar sem hann tók þátt í að fræða almenning um geimferðir í kapphlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á 7. áratug síðustu aldar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Colin Cantwell was the concept artist who's most famously known for his iconic designs of various Star Wars ships including the X-Wing, TIE fighter, and Death Star, passed away on Saturday, May 21st. He was 90 years old. pic.twitter.com/yhTOwPdCWV— IGN (@IGN) May 22, 2022 Þegar Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins í fyrsta skipti árið 1969 vann Cantwell með Walter Conkite, goðsagnarkennda sjónvarpsfréttamanninum og tengdi hann við tunglfarana. Hæfileikar Cantwell nýttust vel í Hollywood. Fyrsta kvikmyndin sem hann kom nálægt var 2001 Kubrick árið 1968 og vann hann meðal annars við tæknibrellur fyrir frægt opnunaratriði í geimnum. Síðar vann Cantwell með Steven Spielberg að Nánum kynnum við þriðju tegundina og skrifaði tvær vísindaskáldsögur.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Star Wars Andlát Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira