Segir Hildi að líta í eigin barm Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 23. maí 2022 19:27 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Flokkurinn fundar nú um stöðuna í borginni og næstu skref. Vísir/Vilhelm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. Rætt var við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í borginni, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu áður en fundurinn hófst. Hann sagðist enga skoðun hafa á því að flokkarnir þrír hefðu myndað með sér bandalag. Slíkt bandalag fækkar til muna mögulegum meirihlutasamsetningum í borginni. „Þetta eru stjórnmálaflokkar sem taka sínar ákvarðanir og þeir hafa ákveðið að gera þetta, telja hagsmunum sínum best borgið með því að mynda þetta bandalag. Þá er það bara þannig. Við í Framsókn buðum okkur fram til þess að láta gott af okkur leiða og nú ætlum við hér á eftir að ræða hvernig okkar næstu skref verða. Ég bara hlakka til þess fundar,“ sagði Einar. Hildur verði að horfast í augu við stöðu síns flokks Fyrr í dag birti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hún skoraði á Framsókn að ganga ekki til viðræðna við bandalagið. Sagði hún niðurstöður borgarstjórnarkosninganna skýrar. Kjósendur vildu breytingar, enda hefði meirihlutinn fallið. Þá kallaði hún bandalag flokkanna þriggja þrjóskubandalag sem „þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur.“ Inntur eftir viðbrögðum við þessum orðum Hildar sagði Einar: „Já, já. Við tökum bara okkar ákvarðanir, á okkar forsendum og með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Ég skil vel að Hildur sé súr yfir þessu, af því að það eru flokkar sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún þarf kannski bara að horfast í augu við það og finna út úr því hvers vegna það er.“ Spurður hvort hann byggist við heitum orðaskiptum á fundi kvöldsins, þar sem staðan í borginni og næstu skref Framsóknar verða rædd, sagði Einar að í flokknum væru margar skoðanir, líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum. „Mér þykir bara mjög mikilvægt að ræða málin, eiga gott samtal við grasrótina á þessum tímapunkti og svo tökum við bara stöðuna eftir hann.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56 Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00 Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Rætt var við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í borginni, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu áður en fundurinn hófst. Hann sagðist enga skoðun hafa á því að flokkarnir þrír hefðu myndað með sér bandalag. Slíkt bandalag fækkar til muna mögulegum meirihlutasamsetningum í borginni. „Þetta eru stjórnmálaflokkar sem taka sínar ákvarðanir og þeir hafa ákveðið að gera þetta, telja hagsmunum sínum best borgið með því að mynda þetta bandalag. Þá er það bara þannig. Við í Framsókn buðum okkur fram til þess að láta gott af okkur leiða og nú ætlum við hér á eftir að ræða hvernig okkar næstu skref verða. Ég bara hlakka til þess fundar,“ sagði Einar. Hildur verði að horfast í augu við stöðu síns flokks Fyrr í dag birti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hún skoraði á Framsókn að ganga ekki til viðræðna við bandalagið. Sagði hún niðurstöður borgarstjórnarkosninganna skýrar. Kjósendur vildu breytingar, enda hefði meirihlutinn fallið. Þá kallaði hún bandalag flokkanna þriggja þrjóskubandalag sem „þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur.“ Inntur eftir viðbrögðum við þessum orðum Hildar sagði Einar: „Já, já. Við tökum bara okkar ákvarðanir, á okkar forsendum og með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Ég skil vel að Hildur sé súr yfir þessu, af því að það eru flokkar sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún þarf kannski bara að horfast í augu við það og finna út úr því hvers vegna það er.“ Spurður hvort hann byggist við heitum orðaskiptum á fundi kvöldsins, þar sem staðan í borginni og næstu skref Framsóknar verða rædd, sagði Einar að í flokknum væru margar skoðanir, líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum. „Mér þykir bara mjög mikilvægt að ræða málin, eiga gott samtal við grasrótina á þessum tímapunkti og svo tökum við bara stöðuna eftir hann.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56 Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00 Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56
Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00
Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55
Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52