Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Snorri Másson skrifar 25. maí 2022 08:00 Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. Hagskælingar eru að klára vorprófin og við tekur óþreyjufull bið fyrir marga að sjá hvaða menntaskóli vill taka við þeim. Flestir vilja fara í MR, er mat viðmælenda fréttastofu, en einn sem rætt var við var ekki á þeim buxunum. „Ég er búinn að heyra að mikið af fólki langar í MR eða Versló, en stóri bróðir minn er í MR og sagði við mig að mér langaði ekki að fara þangað. Hann útskýrði fyrir mér að MS væri miklu betri, og nokkrar persónur sem ég þekki vilja fara í MS, svo að ég er bara helvíti sáttur með MS,“ sagði Tryggvi Geir Antonsson, 15 ára. Tryggvi greindi einnig frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins bestu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið. Hann hefði töluverðar væntingar um að samningar næðust og lýsti því að í hans tilfelli hlytu allar tekjur að teljast miklar tekjur, enda helstu tekjurnar allajafna tilfallandi tvö þúsund krónur frá foreldrum þegar hann færi út að borða. „Mig langar að vera með einhverja týpu af pening í sumar og hafa einhverja smá rútínu, annað en í fyrra. Þá var ég bara dauður á því,“ sagði Tryggvi. Verndun táninga hefur gengið of langt Tilefni þess að farið var á stúfana um atvinnumál unga fólksins eru heitar umræður sem spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu. Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.- Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu. - Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau. - Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022 Farið var eftirfarandi orðum um þau skoðanaskipti í Íslandi í dag: „Eins og margir voru fljótir að benda strax á í svörum við þessu tísti, er Andrés hérna að leggja til að verði tekin upp barnaþrælkun á Íslandi. Hvernig væri að leyfa börnum að vera börn, eins og margir skrifa þarna? Sérðu ekki mikilvægi þess, Andrés, að gefa ungu fólki frelsi á sumrin til þess að njóta lífsins, læra nýja hluti og þroskast sem einstaklingar? Það er úrelt og gamaldags að vera að þvinga ungt fólk til vinnu, enda segja allar rannsóknir okkur núna að það skiptir sérstaklega máli einmitt á þessum aldri að fá allavega 6-7 klukkustundir á dag í næði til að vera á TikTok, 3-4 klukkustundir í PlayStation, 2-3 klukkustundir á YouTube, kannski eina klukkustund í að horfa á klám, og svo frelsi til að hitta vini sína á kvöldin og njóta samveru saman í símunum. Þú getur ekki bara svipt fólk æskunni, það er bara alveg ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á unga fólkið okkar. Þessi umræða vakti athygli okkar og við ákváðum að kíkja niður í Hagaskóla, þar sem prófin eru að klárast og ræða við nokkur fórnarlömb barnaþrælkunar, því þau eru þarna úti.“ Innslagið má sjá hér að ofan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu. Ísland í dag Framhaldsskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hagskælingar eru að klára vorprófin og við tekur óþreyjufull bið fyrir marga að sjá hvaða menntaskóli vill taka við þeim. Flestir vilja fara í MR, er mat viðmælenda fréttastofu, en einn sem rætt var við var ekki á þeim buxunum. „Ég er búinn að heyra að mikið af fólki langar í MR eða Versló, en stóri bróðir minn er í MR og sagði við mig að mér langaði ekki að fara þangað. Hann útskýrði fyrir mér að MS væri miklu betri, og nokkrar persónur sem ég þekki vilja fara í MS, svo að ég er bara helvíti sáttur með MS,“ sagði Tryggvi Geir Antonsson, 15 ára. Tryggvi greindi einnig frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins bestu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið. Hann hefði töluverðar væntingar um að samningar næðust og lýsti því að í hans tilfelli hlytu allar tekjur að teljast miklar tekjur, enda helstu tekjurnar allajafna tilfallandi tvö þúsund krónur frá foreldrum þegar hann færi út að borða. „Mig langar að vera með einhverja týpu af pening í sumar og hafa einhverja smá rútínu, annað en í fyrra. Þá var ég bara dauður á því,“ sagði Tryggvi. Verndun táninga hefur gengið of langt Tilefni þess að farið var á stúfana um atvinnumál unga fólksins eru heitar umræður sem spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu. Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.- Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu. - Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau. - Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022 Farið var eftirfarandi orðum um þau skoðanaskipti í Íslandi í dag: „Eins og margir voru fljótir að benda strax á í svörum við þessu tísti, er Andrés hérna að leggja til að verði tekin upp barnaþrælkun á Íslandi. Hvernig væri að leyfa börnum að vera börn, eins og margir skrifa þarna? Sérðu ekki mikilvægi þess, Andrés, að gefa ungu fólki frelsi á sumrin til þess að njóta lífsins, læra nýja hluti og þroskast sem einstaklingar? Það er úrelt og gamaldags að vera að þvinga ungt fólk til vinnu, enda segja allar rannsóknir okkur núna að það skiptir sérstaklega máli einmitt á þessum aldri að fá allavega 6-7 klukkustundir á dag í næði til að vera á TikTok, 3-4 klukkustundir í PlayStation, 2-3 klukkustundir á YouTube, kannski eina klukkustund í að horfa á klám, og svo frelsi til að hitta vini sína á kvöldin og njóta samveru saman í símunum. Þú getur ekki bara svipt fólk æskunni, það er bara alveg ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á unga fólkið okkar. Þessi umræða vakti athygli okkar og við ákváðum að kíkja niður í Hagaskóla, þar sem prófin eru að klárast og ræða við nokkur fórnarlömb barnaþrælkunar, því þau eru þarna úti.“ Innslagið má sjá hér að ofan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu.
Ísland í dag Framhaldsskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira