Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2022 12:11 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Eugene Hoshiko Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. Biden var í Tókýó í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Japans, Ástralíu og Indlands. Saman hétu þeir því að tryggja frelsi á svæðinu og var málefni Taívans umfangsmikið á fundinum. Bandaríkin eru skuldbundin til að koma Taívan til aðstoðar í tilefni innrásar Kína en ráðamenn vestanhafs hafa í gegnum tíðina haldið öllum möguleikum opnum þegar kemur að því í hverju slík aðstoð gæti falist og hvort að Bandaríkin myndu beita herafla sínum. Á ensku hefur þessi stefna verið kölluð „strategic ambiguity“ sem hægt er að íslenska sem strategíska tvíræðni. Biden virtist segja í gær að sá tími væri liðinn á mánudaginn og að her Bandaríkjanna yrði kallaður til ef Kína gerði innrás í Taívan. Í morgun sagðist hann hins vegar ekki hafa verið að marka breytta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan. Í frétt Reuters er tekið fram að einhverjir hafi gagnrýnt Biden og sagt hann um að hafa mismælt sig. Aðrir segja hann hafa meint það sem hann sagði. Að hann myndi koma Taívan til aðstoðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden gefur það í skyn að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar. Hann lét svipuð ummæli til að mynda falla í október og þá var einnig útskýrt eftir á að ummælin mörkuðu ekki nýja stefnu Bandaríkjanna. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan Bandaríkin Kína Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Biden var í Tókýó í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Japans, Ástralíu og Indlands. Saman hétu þeir því að tryggja frelsi á svæðinu og var málefni Taívans umfangsmikið á fundinum. Bandaríkin eru skuldbundin til að koma Taívan til aðstoðar í tilefni innrásar Kína en ráðamenn vestanhafs hafa í gegnum tíðina haldið öllum möguleikum opnum þegar kemur að því í hverju slík aðstoð gæti falist og hvort að Bandaríkin myndu beita herafla sínum. Á ensku hefur þessi stefna verið kölluð „strategic ambiguity“ sem hægt er að íslenska sem strategíska tvíræðni. Biden virtist segja í gær að sá tími væri liðinn á mánudaginn og að her Bandaríkjanna yrði kallaður til ef Kína gerði innrás í Taívan. Í morgun sagðist hann hins vegar ekki hafa verið að marka breytta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan. Í frétt Reuters er tekið fram að einhverjir hafi gagnrýnt Biden og sagt hann um að hafa mismælt sig. Aðrir segja hann hafa meint það sem hann sagði. Að hann myndi koma Taívan til aðstoðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden gefur það í skyn að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar. Hann lét svipuð ummæli til að mynda falla í október og þá var einnig útskýrt eftir á að ummælin mörkuðu ekki nýja stefnu Bandaríkjanna. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Taívan Bandaríkin Kína Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03