Íhuga að taka eigin herbergi undir starfsfólk Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 20:31 Ferðasumarið lítur vel út, að sögn framkvæmdastjóra SAF. VÍSIR/VILHELM Áskorun verður að anna eftirspurn eftir gistingu á Norður- og Austurlandi í sumar, að mati framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar - en þar er allt að fyllast. Í höfuðborginni íhuga hóteleigendur að taka eigin herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts. Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira